Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 SUÐURNES DV AFÞREYING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Nú á dögunum tók til starfa glæsileg þjónustumið- stöð á Nesvöllum. í þjónustumiðstöðinni verður boðið upp á ýmsa þjónustu og fjölbreytta afþrey- ingu íyrir alla fjölskylduna. Hægt er að fá nánari upp- lýsingar á heimasíðunni nesvellir.is „Þetta er án efa fyrsta þjónustu- miðstöð sinnar tegundar hér á landi," segir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Nesvalla, um %“■ nýja og glæsilega þjónustumiðstöð sem var opnuð nú í vikunni. „Þjónustumiðstöðin er hugsuð fyrir alla fjölskylduna, hér er að finna þjónustu fyirr alla íbúa í Reykja- nesbæ." í þjónustumiðstöðinni má finna hárgreiðslustofuna Elegans, snyrtistofuna Laufið, líkamsræktar- sal og starfandi sjúkraþjálfara svo * eitthvað sé nefnt. „Sjúkraþjálfar- arnir munu verða þeim sem koma í líkamsræktarsalinn okkar innan handar. Þetta er í raun kjörin að- staða fyrir þá sem hafa kannski ekki fundið sig á öðrum líkamsræktar- stöðvum," segir Sigurður. Tómstundastarf „Annar áhugaverður þáttur sem er fyrir alla fjölskylduna hér í þjón- ustumiðstöðinni er Heilsuverndar- stöðin ehf. en hún mun vera með aðstöðu sína hér hjá okkur fyrir Suð- urnesin. Heilsuverndarstöðin mun bjóða upp á reglulegar heilsufars- skoðanir fyrir íbúa, til dæmis fjöru- tíu ára skoðun, fimmtíu ára skoðun og svo framvegis. Lyf og heilsa mun vera með útibú hér í miðstöðinni sem og fleiri." Þjónustumiðstöðin mun bjóða upp á tómstundastarf af ýmsum toga eins og listasmiðju, bingó, dag- dvöl og margt fleira. „Þetta verður í raun kjörinn staður fyrir fjölskyld- una til að hanga á,“ segir Sigurður í léttum tóni. „Oll fjölskyldan getur komið og fundið afþreyingu við sitt hæfi." Heitur matur í hádeginu í þjónustumiðstöðinni verður hægt að fá sér kaffi og með því en einnig stendur til að bjóða upp á heitan mat í hádeginu. „Við ætlum að bjóða upp á ekta mömmumat hérna í mötuneytinu og það get- ur hver sem er komið og fengið sér að borða gegn vægu gjaldi. Þetta er góður staður til að fara í mat með fjölskyldunni." kolbrun@dv.is Glæsileg aðstaða Aðstaðan í þjónustumiðstöðinni er öll hin glæsilegasta. ■c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.