Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 ÆttfræBi DV 30 ÁRA ■ Wattanee Boodudom Hverfisgötu 50, Reykjavík ■ Irene Greenwood Povisen Bæjartúni 17, Kópavogur ■ Már Grétar Arnarson Ásabraut21, Sandgerði ■ Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir Langholtsvegi 122, Reykjavik ■ Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Ystaseli 19, Reykjavík ■ Davíð Þorsteinsson Grettisgötu 22b, Reykjavík ■ Heiðar Þór Eyþórsson Garðabraut 16, Akranes 40 ÁRA ■ Harpa Ríkharðsdóttir Fannafold 190, Reykjavík ■ Gunnar Árnason Óðinsgötu 20a, Reykjavík ■ Guðjón Garðar Sigurðsson Aski, Djúpivogur ■ Ólöf Ásta Karlsdóttir Helgugrund 1, Reykjavík ■ Karvel Halldór Árnason Svöluhöfða 23, Mosfellsbær ■ María Guðlaug Hrafnsdóttir Þorláksgeisla 60, Reykjavík ■ Hanna Júlía Kristjánsdóttir Hamrabergi28, Reykjavík ■ María Lea Guðjónsdóttir Súluhöfða 3, Mosfellsbær ■ Óskar Páll Óskarsson Kristnibraut 53, Reykjavík ■ Örlygur Andri Ragnarsson Þrastarási46, Hafnarfjörður ■ Hildur Loftsdóttir Njálsgötu 82, Reykjavík 50ÁRA ■ Wieslawa Maria Kluk Vitastíg 13, Bolungar- vík ■ José Carlos Mendes Bæjarhrauni4, Hafnar- fjörður ■ Örn Sigurhansson Kirkjubraut 8, Seltjarnar- nes ■ Friðrik Þorbjörnsson Grenimel39, Reykjavík ■ Ari Arason Lækjargötu 1, Hvammstangi 60 ÁRA ■ Helga Eygló Guðlaugsdóttir Seljabraut36, Reykjavík ■ Hrafn Harðarson Meðalbraut2, Kópavogur ■ Herdís Zophoníasdóttir Bjarkarstíg 3, Akureyri ■ Haraldur Bragi Ólafsson Hjarðarhvoli, Egilsstaðir ■ Ingibjörg Andrésdóttir Einbúablá 25, Egilsstaðir ■ Siqurður Kristjánsson Birtingakvísl 42, Reykjavík ■ Guðlaug Þ Guðmundsdóttir Reiðvaði 7, Reykjavík 70 ÁRA ■ Sigurður Baldvinsson Herjólfsgötu 6, Hafnarfjörður ■ Ari Eggertsson Álfaskeiði 102, Hafnarfjörður 75 ÁRA ■ Einar Haraldsson Mánasundi 3, Grindavík ■ Pálmi Jón Guðmundsson Hraunvangi 7, Hafnarfjörður ■ Kjartan Bjarni Kristjánsson Norðurbyggð 31, Akureyri 80 Ara ■ Erla S Guðmundsdóttir Gullsmára 9, Kópavogur ■ Þorbjörg Jóhannesdóttir Holtagerði 61, Kópavogur ■ Ingibjörg F Hjartar Háholti 7, Akranes ■ Jón Rósberg Stefánsson Furugerði 1, Reykjavík 85 ÁRA ■ Ingibjörg Daðadóttir Norðurbrún 1, Reykjavík ■ Sveinn Sæmundsson Kópavogsbraut 96, Kópavogur ■ Jón Bogason Sæbólsbraut 32, Kópavogur 90 ÁRA ■ Sesselja Þórðardóttir Kirkjuvegi 11, Reykja- nesbær 95 ÁRA ■ Unnur Guðjónsdóttir Hjallaseli55, Reykjavik Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir er þrítug í dag: Keypti sér íbúð í tilefni afmælis „Mér líður ekki eins og ég sé þrítug," seg- ir Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir, afmælis- barn dagsins. Hólmfríður fagnar þrítugs- afmæli í dag, en vill ekki kannast við að þrítugsafánginn setji sér einhverjar höml- ur. „Eg kann ekki alveg hvernig aldursfor- múlan gengur, svo ég fer ekki eftir neinum reglum." Hólmfríður hefur ekki enn ákveð- ið hvernig hún ætli að fagna áfanganum, en býst þó heldur við að bjóða til veislu, en að halda til útlanda, eins og móðins er í dag. „Ég er alltaf tilbúin til að halda veislu, það væri skemmtilegra en að fara til Kanarí og gera ekki neitt. Heldur að fá ættingja og vini og eiga gleðistund með þeim sem mér þykir vænt um." Eitt gerði þó Hólmfríður í tilefni afmælisins og það var að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð, en þrátt fyrir ástand íslenska efnahagsins, segir hún að annað hafi ekki verið í boði en að kaupa sér íbúð núna. „Ég var að klára að mennta mig síðasta vor. Nú er ég löglegur félagsráðgjafi eftir fimm ára nám." Hólmfríður segir starfið mjög gef- andi og skemmtilegt, en bætir við að launin mættu þó vera örlítið betri. Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir Útskrifaðist frá Háskólanum sem félagsráðgjafi siðasta vor. „Ég er búin að vera á smá ellibömmer í eiginlega allan vetur en er búin að hrista hann af mér núna," segir Hildur Loftsdótt- ir, nemi og frílans blaðamaður, sem er fer- tug í dag. „Ég held að það sé yfirleitt þannig þegar fólk stendur á svona tímamótum að þá fari það að íhuga lífið og tilveruna. Hvar það stendur á öllum vígstöðvum, miðað við aðra og eigin væntingar. Svo fattaði ég að það þýðir ekkert að taka sjálfa sig og líf- ið of alvarlegra og er bara hress með þetta allt saman." Hildur segist vera mjög sátt við þann stað sem hún er á í lífinu nú þegar fimm- tugsaldurinn er fram undan. „Ég hélt nátt- úrlega að ég yrði ótrúlega rík og alit svo- leiðis á þessum tímamótum. En það fer eitthvað mjög lítið fyrir þessu ríkidæmi. Ég verð þó að segja að ég er ótrúlega sátt. Ég á tvö æðisleg börn og er í háskólanum að læra bókmenntir og ritlist sem er alveg hrikalega skemmtilegt, auk frílansskrifa á Mogganum. Svo er ég að fara að flytja til Ameríku í haust sem mér finnst ákaflega spennandi. Þannig að það er bara allt að gerast og allt mjög skemmtilegt." HildUr og fjölskylda ætla að flytja til New Jersey en maðurinn hennar er það- an. „Við ætlum að leyfa stelpunum okk- ar að vera smá Ameríkanar líka. Annars erum við hjónin bæði að hugsa um að fara í framhaldsnám í ritlist." Með kampavín í annarri Og afmælisbarnið er ekki við eina fjölina fellt hvað varðar útlönd því afmælisdeg- inum verður varið fjarri heimahögunum. „Dagurinn verður geðveikur. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgun [í dag] er að taka flug til Parísar með kampavín í ann- arri. Það verður geðveikt stuð," segir Hildur og má greina milda tilhlökkun í röddinni. Hún ætlar að dvelja í stórborginni í nokkra daga ásamt manninum sínum en Hildur bjó í Suður-Frakklandi í mörg ár. „Maðurinn minn hefur aldrei komið til Par- ísar þannig að ég ætla að kynna hann fyrir borginni. Mér finnst þetta ein af þeim borg- um sem maður bara má ekki missa af, ef þetta er hreinlega ekki bara fallegasta borg í heimi. Það er líka svo skemmtileg stemn- ing þarna." Draumurinn að verða barnabókahöfundur Á Hildi er að heyra að hún sé ekki mjög spennt fyrir að halda veislu til að fagna af- mælinu. „Æ, ég veit það ekki. Á ég ekki bara að geyma það í tíu ár?" spyr hún og hlær. Þó segist Hildur vera mikið afmælisbarn. „Ég hef mjög gaman af afmælum. Þá ekkert síður af- mælum hjá öðrum." Þrítugsafmælið sitt segist Hildur hafa haldið upp á heima hjá foreldrum sínum á Akureyri. „Þetta var svona á seinustu stundu veisla. Ég bauð bara hinum og þess- um. Það kom jafnvel fólk sem ég þekkti ekki neitt. Það var bara mjög gaman." Og Hildur lítur áratuginn fram und- an nokkuð björtum augum. „Það er margt spennandi fram undan, tíl dæmis flutningur- inn til Bandaríkjanna og vonandi flyt ég aft- ur til baka," segir Hildur. Hvað skrifin varðar segist hún ætla að læra að skrifa fyrir börn. „Ég verð vonandi búin að koma einhverju skemmtilegu frá mér, helst sem mestu. Það er samt ekkert niðurneglt. Svo rífur lífið líka stundum í mann og hendir manni þangað sem maður ætlaði sér ekkert að fara. Það er líka bara ágætt." kristjanh@dv.is HILDUR L0FTSDÓTTIR HÁSKÓLANEMI OG BLAÐAMAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.