Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 61
DV Fálkið
MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 61
NALGAST 60 MILLJONIR:
Rúmlega 53.000 manns hafa lagt leið sína á
myndina Brúðguminn eftir Baltasar
Kormák. Myndin er orðin töluvert
stærri en Astrópía sem átti árið í fyrra
en lítið hefur farið fyrir þessari vel-
gengni Brúðgumans. Baltasar, sem er
staddur i Los Angeles að undirbúa
næstu mynd sína, segir velgengnina
hafa komið sér á óvart.
„Ég bjóst nú ekki við þessu," segir Baltasar Kormákur
leikstjóri um velgengni myndarinnar Brúðgumans.
„Ég hefði verið mjög sáttur við svona 15 til 20 þús-
und manns," segir Baltasar en Brúðguminn nálgast
60 milljónir króna í aðgangseyri. Á þeim 12 vikum
sem myndin hefur verið sýnd hafa 53.437 manns
lagt leið sína á myndina og hún þénað 58.465.370
krónur í aðgangseyri. Þetta verður að teljast mjög
gott, ekki síst í ljósi þess að Astrópía, sem var tekju-
hæsta mynd síðasta árs, var með rúmar 45 milljónir
króna í tekjur.
Brúðguminn er byggður upp á verkinu Ivanoff eff-
ir Tsjekhov en myndin var unnin samhliða sýningu
á Ivanoff sem Baltasar setti upp í Þjóðleikhúsinu á
síðasta ári. „Þar sem þessi mynd er svona meira art-
house þá miðaði ég hana ffekar við myndir eins og
Nóa Albínóa og þannig myndir sem eru að fá í kring-
um 15 til 20 þúsund manns," en aðsóknin á myndina
hefur verið jöfn og þétt. „Hún byrjaði reyndar ekk-
ert vel og þriðja vikan var stærri en sú fyrsta. Síðan
bara hélt hún fluginu." Baltasar tekur fram að þó að
hann hafi búist við minni aðsókn og gert myndina
á öðrum forsendum en vanarlega þá sé hann mjög
sáttur. „Maður vonast auðvitað alltaf til þess að fólk
komi að sjá myndimar manns. Það kemur þó nokk-
uð á óvart hvað íslendingar em hrifnir af myndum
sem gætu kallast í þyngri kantinum eins og til dæm-
is Hafið á sínum tíma. Þetta er nú ekki beint Jim
Carrey-brandarar og sprengingar."
Það lítur allt út fyr-
ir að Brúðguminn sé
þegar búinn að tryggja sér
titilinn „Stærsta mynd ársins
2008" en ekki er margra mynda
að vænta á árinu sem gera tilkall
til meiri aðsóknar. Stóra plan Ól-
afs Jóhannessonar er þó líkleg til
alls en hún hefur á tæpum tveimur
vikum þénað rúmlega 13 milljónir þó
ólíklegt sé að hún slái Brúðgumann út.
Baltasar er staddur útí í Los Angeles
um þessar mundir þar sem hann undirbýr .
myndina Run for Her Life. „Ég er í undir- '
búningi á fullu núna og fer til Nýju-Mex-
íkó um helgina," en þar verður myndin
tekin upp. Dermot Munroley leik-
ur aðalhlutverkið í myndinni en
ekld hefur verið ráðið í kven-
lilutverldð. „Við erum
búnir að finna hana,"
en Baltasar seg-
ir að eftir eigi að
ganga fr á samn-
ingum og því
geti hann eldt-
ert meira sagt.
asgeir@dv.is
BRÚÐGUMINN Myndin hefur
hægt og hægt malað gull.
j
fTí I
W hti
ií *
Í4 f
o'4 I
m
I !
____L
H
w m
:-«o- /'
- BALTASAR Gerir það
.1 , fc gott með Brúðgumanum
SENN LÍÐUR AÐ LOKUM LEITARINNAR AÐ SÖNGVARA í BANDIÐ HANS BUBBA:
13.000Á
STÓRAPLANIÐ
Nýjasta íslenska myndin, Stóra
planið eftír Ólaf „de Fleur" Jó-
hannesson sem skartar þeim
Pétri Jóhanni Sigfússyni og Egg-
erti Þorleifssyni í aðalhlutverk-
um, heldur áffarn að laða ís-
lendinga í kvikmyndahúsin. Eftir
helgina sem leið höfðu 12.568
manns lagt leið sína á myndina
en hún hafði þá verið í sýningu
í 10 daga. Miðað við að rúmlega
1.000 manns hafi séð myndina á
dag fram að því má gera ráð fyrir
að rúmlega 13.000 manns hafi
nú séð myndina. Eftír sunnu-
daginn hafði myndin þénað
13.386.900 krónur.
RAKAR PUNGINN
DAGLEGA
í nýjasta tölublaði Monitors sem
kemur út í dag er poppstjarnan og
einkaþjálfarinn Egill „Gillzenegg-
er" Einarsson í hinu svokallaða Satt
og logið viðtali. Þar senda lesendur
Monitor-ritstjórninni spurningar
sem viðmælandinn svarar síðan.
Ein spurningin var hvort Gillz færi
reglulega í brasilískt vax og svaraði
hann þá: „Ég raka nú yfirleitt á mér
punginn á hverjum degi en það er
fínt að breyta til og skella sér í bras-
ilískt af og tíl."
BUBBI Eftir rúmar
tvær vikur kemur i
Ijós hver veröur
sönqvarinn i bandi
kongsms.
„Það hefur aldrei verið gefið upp
að það ætti eitthvað að fara að túra. Ef
maður les það sem sagt hefur verið þá
á vinningshafinn að fá þrjár milljón-
ir króna og plötusamning," segir Páll
Eyjólfsson hjá Prime og umboðsmað-
ur Bubba Morthens. Senn líður að lok-
um þáttarins Bandið hans Bubba á
Stöð 2. Nú standa þrír söngvarar eft-
ir sem munu keppa í úrslitaþættinum
þann 25. apríl. Sigurvegarinn á að fá
plötusamning og þrjár milljónir króna
í verðlaun en DV hefur heimildir fyrir
því að ekkert hafi verið rætt við hljóm-
sveitarmeðlimi um að halda áfram
spilamennsku með sigurvegaranum
eftir að þáttaröðinni lýkur.
Páll segir að ekki hafi komið til tals
að fara á sveitaballarúnt eftir að þátt-
unum lýlcur. „Að sjálfsögðu verður
eitthvað gert en það hefur ekki ver-
ið ákveðið hvernig það verður gert. Er
ekki rétt að finna vinningshafann fýrst,
hafa þetta allt í réttri röð og svona?"
spyr Páll.
Aðspurður segir hann heldur ekld
ákveðið hvenær farið verði í stúdíó til
að taka upp plötuna sem um ræðir,
til dæmis hvort planið sé að gera það
strax í vor eða bíða með það fram á
haust. „Það verður bara tekin ákvörðun
um það með vinningshafanum," segir
Páll. „Það er erfitt að velja sér tíma með
einhverjum sem maður veit ekki hver
er. Þetta eru því pínulítíð ótímabærar
pælingar." kristjanh@dv.is