Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 21
DV Umræða MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 21 MITVDIIV Öryggið í fyrirrúmi Lögreglan sýndi börnunum réttu handtökin við að festa á sig hjálmana við Sundahöfn í gær. Þetta erfimmta árið sem Eimskipa- félag (slands og Kiwanis gefa öllum sjö ára börnum reiðhjólahjálma. DV-MYNDSIGUÐUR Plúsinn fær Heiður Lilja Sigurðardóttir sem afþakkaði aukasæti i Ungfrú Island sem búið var til fyrir hana eftir að hún lenti i 6. sæti i Ungfrú Norðuriandi. Aðeins 5 stúlkur áttu að komast áfram. SPURNINGIIV ER BARBIE A BANNLISTANUM? „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en dúkkurnar verði áfram til sölu. Mér finnst þetta mjög saklaust," segir Jónfna Arnarsdóttir, verslunarstjóri ( Leikbæ, Smáralind. Aðalsaksóknari (rans hefurgagnrýnt Barbie harðlega að undanfömu og telur sölu á dúkkunni hafa skaðleg áhrif á menningu landsins. Er menningarstefna nauðsynleg? „Hlutverk borgarinnar er að halda uppi innviðum, byggjabrýr og skapa ramma fyrir menningarlífið, sjá til þess að aðstæður séu ákjósanlegar til að menning og listirgeti blómstrað i borginni." Það var árið 2001 að Reykja- vík setti fyrst fram sérstaka menn- ingarstefnu. Menningarstefnan var þá sú fyrsta og eina sinnar tegund- ar á íslandi burtséð frá menningar- stefnu menntamálaráðuneytisins um menningu á landsbyggðinni er samþykkt var ári fyrr. Síðan þá hafa menningarstefnur sprottið upp víðs- vegar um landið í ýmsum sveitarfé- lögum. Stefnumörkunin var á sínum tíma enn eitt skref í áttina að heild- stæðari sýn og skipulagi í menning- armálum borgarinnar. Síðan árið 2001 hefur margt breyst í samfélaginu og margir telja tíma tíl kominn að endurmóta stefn- una. Nú stendur yfir endurskoðun á menningarstefnu borgarinnar. 1 far- vegi er langt og mjög skemmtílegt ferli samráðs og hugmyndafunda sem kallar fram hugsjónir og hug- myndir um framtíð lista og menn- ingar í borginni. Nú hafa fýrstu hóp- arnir hist sem unnu með spumingar um núverandi stöðu og kostí og galla núverandi áherslna. Nú er unnið með framtíðarsýn og vonandi verð- ur hugsað út fyrir kassann, þvert á núverandi skipulag menningar- stofnana og styrkjakerfis borgarinn- ar. En er menningarstefha nauðsyn- leg spyrja sumir? Er menning ekki fyrirbæri sem er í eðli sínu eitthvað óskipulagt og sjálfsprottið? Þetta em réttmætar grundvallar- spurningar. Það er hins vegar svo að ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR útvarpsmcidar skrifar sanngjarn og jafn réttur hafður að leiðarljósi þarf því að móta stefnu í málaflokkum. Hins vegar er mikil- vægt að menningarstefna sé mjög lifandi og í sífelldri endurmótun eins og menningin sjálf. Á fslandi er menningarlífið drif- ið áfram af framtaki sem kviknar af áhuga, ástríðu og þörf fýrir tjáningu. Öflug menningarstarfsemi og mikið vinnuframlag fólks tíl menningarlífs- ins er oft vanmetíð. Menning þarf á rödd að halda sem hvetur til viðeig- andi og aukinna úrræða og stuðning við það jákvæða framlag sem menn- ing ljær lífsskilyrðum borgarinnar. Hlutverk borgarinnar er að halda uppi innviðum, byggja brýr og skapa ramma fýrir menningarlífið, sjá til þess að aðstæður séu ákjósanlegar til að menning og listir getí blómstrað í borginni. Menningarlífið í Reykjavík þarfnast stuðnings tíl að ná að þróast og blómstra. f því felst meðal annars að viðurkenna hvað menning getur lagt af mörkum til efnahagslegrar, samfélagslegrar og umhverfislegrar veiferðar Reykjavíkur og þar af leið- andi bætt lífsgæði okkar. þegar kerfi, eins og sveitarfélög, eru farin að styrkja einhverja starfsemi er nauðsynlegt að byggja ramma utan um hana og tryggja að allir hafi skýr- ar upplýsingar um styrki og verkefni borgarinnar sem eru greidd úr vasa skattgreiðenda. Til að ramminn sé Sandkassinn Kristján Hrafn Guðmundsson talar um truflandi orð ÞÆR ERU MARGAR villurnar í ís- lenskunni sem maður ýmist sér eða heyrir aftur og aftur. Sumar eru þeirrar gerðar að maður á erfitt með að sýna því skilning að þær birtist og heyrist sí og æ. Aðrar, tíl að mynda þær sem snúa að rithætti orða þar sem ómögu- legt er að heyra í framburði hvort tiltekinn stafur eigi að vera þar inni eða ekki, eru skiljanlegri. Eitt orð þeirrar gerðar bæði trufl- ar mig og böggar alltaf þegar ég þarf að skrifa það. Þetta er orðið „heimildarmynd". í 0RÐABÓK er orðið einungis birt með r-inu. Heimildarmynd er lýst sem mynd sem geymi vitn- eskju um eitthvað. Þegar ég sagði við einn prófarkalesaranna hérna á DV að þetta skýrði ekki fyr- ir mér hvers vegna einung- is mætti skrifa þetta orð með r-inu sagði hann að mynd- in væri heimild. Ein heimild, þess vegna r. Hins vegar sagði hann að hægt væri að skrifa orðið án r ef ég væri viss um að myndin væri byggð á ýmsum heimildum. Þá leið mér betur. Sú fullyrðing er . þó án efa ávísun á áfamhaldandi togstreitu í framtíðinni. ANNAÐ 0RÐ af svipuðum meiði er „náttúrlega" í merkingunni auð- vitað. Mér tókst loks að koma því inn í hausinn á mér fyrir nokkr- um árum að þegar verið er að tala um eitthvað sem kemur úr náttúrunni, til dæmis náttúru- leg vítamín, er u í orðinu. Aftur á móti þegar vísað er til einhvers sem er sjálfsagt fær u-ið hvíld. Þessi regla er hins vegar langt í frá sjálfsögð. Síðast á laugardag- inn sá ég orðið til að mynda með i u-i í síðarnefndu merkingunni á forsíðu Fréttablaðsins, og svo tvisvar eða þrisvar í sömu grein- inni inni í blaðinu. ÞRIÐJA 0RÐIÐ sem hægt væri að velta sér upp úr á þennan hátt er orðið „framkvæmdastjóri". Ég nenni því hins vegar ekki núna, þó oft og (hérna á að vera „og" en ekki „á" eins og svo algengt er að sjá) tíðum sjáist það skrifað með r-i. ÞESS MÁ GETA að þrátt fyrir þetta tuð hef ég aldrei slökkt á Kast- ljósinu við fyrstu amböguna sem ég heyri. hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.