Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 9
8 PENINGAMÁL 2000/2
innstreymis fjármagns m.a. vegna mikils vaxtamun-
ar. Þegar litið er lengra fram á spátímabilið er hins
vegar ekki hægt að útiloka að þrýstingur myndist á
krónuna til lækkunar, haldi ójafnvægið í þjóðarbú-
skapnum áfram. Annar veigamikill óvissuþáttur eru
áhrif ofþenslu á launaskrið og verðlag. Spálíkan sem
tekur tillit til þessara þátta spáir reyndar minni
verðbólgu en það stafar af því að slíkt líkan spáir
minni launahækkunum en hér er miðað við. Ef geng-
ið er út frá sömu launahækkun spáir líkanið örlítið
meiri verðbólgu en hér er gert.
Meðal óvissuþátta sem gætu haft í för með sér
meiri verðbólgu má nefna eftirfarandi:
1. Hætta er á launaskriði sökum hækkunar lægstu
launa umfram hærri laun.
2. Húsnæðisverð kynni að halda áfram að hækka
umfram almennt verðlag, þar sem fátt virðist
benda til þess að þeirri spennu sem ríkt hefur á
húsnæðismarkaði undanfarið ár taki að linna
næstu mánuði.
3. Alþjóðleg verðlagsþróun gæti orðið óhagstæðari
en nú er spáð. Að frátalinni hækkun orkuverðs
hefur alþjóðleg verðbólga verið mjög lítil undan-
farið ár.5 Síðustu mánuði hafa þó komið fram vís-
bendingar um aukinn verðlagsþrýsting í Banda-
ríkjunum. Hráefnaverð (annað en eldsneyti) sem
fór lækkandi fram á mitt sl. ár er einnig tekið að
hækka á ný.
Meðal óvissuþátta sem gætu valdið minni verð-
bólgu en nú er spáð má nefna:
5. Samræmd vísitala neysluverðs á evrusvæðinu hækkaði um 2,1% á
tímabilinu mars 1999 til mars 2000. Þetta er aðeins meiri hækkun en
verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu, en að orkuliðnum frátöldum
var hækkunin aðeins 0,9%.
Eins og áður hefur komið fram hafa verðbólguspár
Seðlabankans og fleiri aðila undanfarið ár verið of lágar.
Áður höfðu þær um nokkurt skeið haft tilhneigingu til að
vera of háar. Því er eðlilegt að spurt sé hvort mikilvægar
skýristærðir vanti í þau kostnaðarlíkön sem einkum hafa
verið notuð við spágerðina er gætu skýrt, að því er virð-
ist, kerfisbundin frávik. Í alþjóðlegri umfjöllun um verð-
bólgu er t.d. nýting innlendra framleiðsluþátta oft talin
mikilvæg vísbending um verðþróun. Eftir því sem nýt-
ingarhlutfall innlendra framleiðsluþátta er hærra aukast
líkur á verðhækkunum og öfugt. Til þess að fá mæli-
kvarða á hve mikil nýting innlendra framleiðsluþátta
samrýmist stöðugu verðlagi er algengt að tölfræðilegum
aðferðum sé beitt til að meta hve mikil framleiðsla sam-
rýmist hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta, þ.e.a.s. að
framleiðsluþættir séu hvorki of- né vannýttir. Niðurstöð-
ur slíkra mælinga eru hins vegar háðar töluverðri óvissu.
Meðfylgjandi mynd sýnir dæmi um slíkt mat fyrir Ísland
ásamt verðbólguþróun frá árinu 1990.4
Eins og sjá má á myndinni dró úr eftirspurnarþrýst-
ingi á samdráttarskeiðinu 1988-1995 og á síðari árum
þess var framleiðslugeta hagkerfisins vannýtt. Þessar að-
stæður stuðluðu að hjöðnun verðbólgu fram til ársins
1999. Eftir að samdráttarskeiðinu lauk, tók þjóðarbúið
smám saman í notkun áður vannýtta framleiðslugetu og
virðast framleiðsluþættir hafa verið að fullu nýttir ein-
hvern tímann á tímabilinu 1997-1998 og ofnýttir eftir
það. Frá þeim tíma hefur eftirspurn verið meiri en fram-
leiðslugetan og leitt til vaxandi verðbólgu. Samkvæmt
ofangreindu mati verður nýting framleiðsluþátta á þessu
ári 4% meiri en sem nemur eðlilegri nýtingu, en heldur
mun slakna á eftirspurnarþrýstingnum frá og með næsta
ári.
Rammi 1 Samband verðbólgu og eftirspurnarspennu
Verðbólga og eftirspurnarspenna
Mynd 4
1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 2001
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
-2
-4
-6
%
Verðbólga
Eftirspurnarspenna
2000-2001: Spár
4. Matið byggir á tímaraðagreiningu þar sem metnir eru kerfisskellir
sem hafa varanleg áhrif á landsframleiðslu á raunvirði (e. structural
vector autoregressive). Sjá Már Guðmundsson, Þórarinn G. Péturs-
son og Arnór Sighvatsson (2000), „Optimal Exchange Rate Policy:
The Case of Iceland,“ í bókinni Macroeconomic Policy: Small Open
Economies in an Era of Global Integration, ritstjórar Már Guð-
mundsson, Tryggvi Þ. Herbertsson og Gylfi Zoëga. Reykjavík:
Háskólaútgáfan (væntanleg) og Þórarinn G. Pétursson (2000),
„Wage and Price Formation in a Small Open Economy: Evidence
from Iceland“, Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands, óbirt handrit.