Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 25

Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 25
stæð rekstrarskilyrði eigi lánastofnanir að nýta til þess að byggja upp sterka eiginfjárstöðu svo að þær séu betur búnar undir erfiðari tíma. Ákafur útlána- vöxtur síðustu tveggja ára kom a.m.k. í sumum til- vikum í veg fyrir að svo yrði. Vegna þess að vöxtur innlendrar eftirspurnar var að verulegu leyti knúinn áfram af lánsfé jókst skuld- setning heimila og fyrirtækja á liðnu ári. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri jukust skuldir heimilanna um 71 milljarð króna og námu 147% af áætluðum ráðstöf- unartekjum þeirra það ár. Fyrir áratug námu skuldir heimilanna 72% af ráðstöfunartekjum og einungis fimmtungi fyrir tveimur áratugum. Útlán lána- kerfisins til fyrirtækja jukust um 26%. Einkum jukust skuldir fyrirtækja í verslun og þjónustu, og mun láta nærri að skuldir þeirra hafi aukist um þrjá fjórðu hluta. Verulegur hluti þeirra skulda var gengis- tryggður. Stefna og aðgerðir Seðlabankans Ég mun nú víkja að stefnu og aðgerðum Seðlabank- ans í peningamálum. Vegna ofþenslueinkenna í efna- hagslífinu var stefna Seðlabankans mjög aðhalds- söm. Bankinn hækkaði vexti sína þrisvar á árinu, í febrúar, júní og september, samtals um 1,5 prósentu- stig. Þrátt fyrir vaxtahækkanir ársins náðu stýrivextir bankans tæplega að fylgja eftir breyttum verðbólgu- væntingum. Frá síðustu áramótum hefur Seðla- bankinn tvívegis hækkað vexti sína um samtals 1,1 prósentustig. Við þær aðstæður sem nú ríkja í efna- hagsmálum mun Seðlabankinn áfram halda uppi aðhaldssamri stefnu í peningamálum. Snemma á liðnu ári setti Seðlabankinn nýjar lausafjárreglur til að stemma stigu við rýrnandi lausafjárstöðu lánastofnana og aukinni notkun erlends skammtímafjár. Lausafjárreglurnar komu að tilætluðu gagni og virtust a.m.k. í bráð hafa stuðlað að minni útlánaaukningu lánastofnana. Lausafjárreglunum var ætlað að stuðla að traust- um rekstri lánastofnana fremur en að vera peninga- legt stjórntæki. Vegna slæmrar lausafjárstöðu átti Seðlabankinn þó von á að reglurnar myndu hægja á vexti útlána meðan lánastofnanir löguðu lausafjár- stöðu sína. Seðlabankanum var ljóst að þessar reglur höfðu ýmsar hliðarverkanir og voru sumar óæskileg- ar. Bankinn mótaði síðan í samstarfi við lánastofn- anir nýjar reglur um lausafjárhlutfall sem tóku gildi í lok síðasta árs. Eftir að bankinn breytti stjórntækjum sínum á árinu 1998 eru lausafjárviðskipti hans við innláns- stofnanir að meginhluta í formi endurhverfra verð- bréfakaupa. Vikulega fara fram útboð á vegum Seðlabankans. Bankinn býðst þá til að veita lána- stofnunum lán til 14 daga á vöxtum sem hann ákveður. Endurhverf verðbréfakaup Seðlabankans jukust mjög á síðustu mánuðum liðins árs. Ástæðu þess má rekja til sveiflna í lausafjárstöðu innláns- stofnana sem stafa að jafnaði af árstíðabundnum breytingum á stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabank- anum og árstíðabundnu gjaldeyrisútstreymi. Auk þess hafði sala á ríkiseignum áhrif á lausafjárstöðu bankanna þegar leið að lokum síðasta árs. Mikil aukning endurhverfra viðskipta Seðla- bankans við lánastofnanir hefur orðið ýmsum tilefni til að spyrja hvort þar sé ekki að leita skýringa á miklum vexti útlána og peningamagns og hvort ekki væri ástæða til þess að Seðlabankinn takmarkaði framboð slíkra samninga í því skyni að hefta vöxt peningamagns og útlánagetu lánastofnana. Flestir seðlabankar í iðnríkjum hafa kosið að stýra fremur vöxtum en framboði. Ástæður þess eru nokkrar. Í fyrsta lagi leiðir magnstýring til meiri sveiflna á vöxtum á peningamarkaði, en það getur valdið óvissu um það hversu miklu aðhaldi bankinn stefni raunverulega að. Peningastefnan verður með öðrum orðum óskýrari. Í öðru lagi getur takmörkun á framboði lánsfjár aukið lausafjárvanda einstakra lánastofnana og valdið kerfisvanda. Í þriðja lagi er erfitt að beita magnstýringu í opnu hagkerfi með frjálsar fjármagnshreyfingar við önnur lönd. Slíkt getur leitt til óæskilegra sveiflna á gengi gjald- miðilsins. Af þessum ástæðum beitir Seðlabanki Íslands ekki grunnfjárstýringu frekar en aðrir seðlabankar í nálægum löndum. Vextir á peningamarkaði eru meginstýritæki bankans, enda er ekki til lengdar unnt að stýra hvoru tveggja, vöxtum og magni. Reynslan á árinu 1999 sýndi að breytingar á vöxtum Seðla- 24 PENINGAMÁL 2000/2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.