Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 3

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 3
GLOÐAFEYKIR Félagstíðindi Kaupfélags Skagfirðinga 10. HEFTI • DESEMBER 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Kaupfélag Skagfirðinga 80 ára (Ræða, flutt á aðalfundi K. S. 19. júni 1969). Kaupfélag Skagfirðinga er 80 ára gamalt. Fyrsta fundargerð félags- ins hefst svo: „Þriðjudaginn 23. apríl 1889 var fundur haldinn á Sauðárkróki af ýmsum deildarstjórum hins gamla Pöntunarfélags Hrmvetninga og Skagfirðinga, eftir fundarboði frá alþm. Olafi Briem, sém kosinn var fundarstjóri. Þessir fulltrriar voru mættir: Konráð Jónsson, Miðhúsum, fyrir Hofshrepp. Hermann Jónasson, Hólum, fyrir Hólahrepp. Þorvaldur Arason, Flugumýri, fyrir Akrahrepp. Pálmi Pétursson, Skíðastöðum, fyrir Lýtingsstaðahrepp. Sr. Jakob Benediktsson, Víðimýri, fyrir Seyluhrepp. Jón Pálmason, Auðnum, fyrir Staðarhrepp. Vigfús Guðmundsson, Sauðárkróki, fyrir Sauðárhrepp. Hjörtur Hjálmarsson, Skíðastöðum, fyrir Skefilsstaðahrepp. Jónas Jónsson, Hróarsdal, fyrir Rípurhrepp. Sr. Zophónías Halldórsson, Viðvík, fyrir \hðvíkurhrepp. Guðmundur Gíslason, Bollastöðum, fyrir Bólstaðarhlíðarhrepp." Þessir 11 menn, ásamt með Ólafi Briem, verða að teljast stofnend- ur Kaupfélags Skagfirðinga, allir hinir mætustu menn og margir þeirra fyrirmenn í héraði. Þenna dag, 23. apríl 1889, var félagið stofnað og hlaut þegar það nafn, sem það hefur borið alla stund síðan. A þessum fyrsta fundi voru félaginu sett lög, en frumvarp að þeim höfðu samið þeir Ólafur Briem alþm., Jón Jakobsson, síðar landsbókavörður og Pálmi Pétursson, síðar kaupfélagsstjóri.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.