Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 6
6
GLÓÐAFEYKIR
mönnum hagstæð og varan ákaflega ódýr. En þetta var áhættusöm
verzlun og ótrygg og þoldi engin áföll, því að eigi var safnað í sjóði,
svo að neinu næmi. Þetta var samvinnuverzlun á frumstæðu stigi, en
gerði eigi að síður ómetanlegt gagn. Hún bjó þorra manna hagfelld-
ari viðskiptakjör, hagstæðara verð, bæði á erlendri vöru og inn-
lendri, en þeir gátu ella fengið, enda á erlendu vöruna lagt aðeins
fyrir allra nauðsynlegasta kostnaði. Og hún glæddi skilning manna
á því, að með sameiginlegum átökum, félagslegum átökum, er hægt,
ef af heilindum er unnið, að velta úr vegi björgum, sem ella mundu
óhreyfð. Og í þriðja lagi sannaði hún ótvírætt, að það var engan
veginn ófrávíkjanlegt náttúrulögmál, að mismuna skyldi viðskipta-
mönnum eftir efnahag, þótt sá háttur hefði löngum verið í góðu
gildi hjá dönskum selstöðuverzlunum.
Á aðalfundi K. S. 1904 var samþykkt að stofna svokallaða „Sölu-
deild“, þar sem vera skyldi opin sölubúð eins og hjá kaupmönnum
og búðarvarningur seldur með nokkurri álagningu. Var í þessu skyni
reist mikið hús af miklum stórhug, og þar tók Söludeildin til starfa
árið 1906. Hélt þó pöntunarstarfsemi áfram í og með enn um stund,
einkum vegna deildanna austan fjarðar, sem fengu þá pöntunar-
vörur sínar settar á land í Haganesvík og Hofsósi, en sjálfstæð kaup-
félög höfðu þá ekki verið stofnuð þar, enn sem komið var. Árið
1908 reisti félagið sláturhús á Sauðárkróki, en til þess tíma hafði
sláturfé verið lógað á blóðvelli.
Næstu árin kreppti allmjög að félaginu. Söludeildiu gekk ekki
vel — og fleira margt kom til. Fór svo, að félagið nevddist til að
selja verzlunarhús það hið mikla, þar sem Söludeildin hafði aðsetur,
en keypti það svo aftur löngu síðar, þegar mjög var skipt um allan
hag. Því má skjóta hér inn í, að þetta gamla hús hefur gegnt og
gegnir enn miklu hlutverki. Þar, í Ytribúðinni („Gránu"), er við
köllum svo, voru, á árinu sem leið, seldar vörur fyrir tæpar 32
milljónir króna, og þar, á efri hæðinni, er enn til húsa framkvæmda-
stjórn og aðalskrifstofur þessa mikla fyrirtækis, Kaupfélags Skag-
firðinga, sem, ásamt með Fiskiðjunni h.f., hafði á árinu 1968 heildar-
veltu sem nam 302 millj. króna.
En hér verður að fara fljótt yfir. Saga K. S., þeirrar stofnunar,
sem mesta þýðingu hefur haft fyrir meginhluta þessa héraðs og
meiri áhrif á daglegt líf og afkomu héraðsbúa, meiru orkað til rnarg-
háttaðra framfara það sem af er þessari iild og þó 11 árum betur
en nokkur stofnun önnur, — sii mikla saga verður ekki rakin í
stuttri og sundurlausri ræðu. Á ýmsu hefur oltið, svo sem verða vill