Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 7
GLÓÐAFEYKIR
7
á langri leið. Þó má svo kalla, að allt frá því er félagið var aldar-
fjórðungs gamalt, hafi þróunin verið stöðug og jöfn og raunar
óvenjulega stórfelld hina síðustu áratugi. Kaupfélag Skagfirðinga er
nú, að enduðum hinum áttunda áratug aldurs síns, ein af stærstu
viðskipta- og atvinnustofnunum landsins utan Reykjavíkur, ein af
hinum traustustu og bezt reknu, er óhætt að bæta við. Og það er
vissulega mest um vert. Þarna eiga að sjálfsögðu margir hlut að:
Félagsmennirnir, starfsfólkið, stjórnarnefndarmennirnir. Kaupfélag-
ið hefur verið hjúasælt löngum og haldizt vel á starfsfólki, eftir því
sem nú gerist. Meir en tugur manna hefur unnið hjá félaginu 2—3
áratugi samfleytt, og 4 yfir 30 ár: Kristján C. Magnússon frá 1934,
Guðmundur Valdimarsson frá 1936, Kristín Sölvadóttir frá 1937 02:
Jón Björnsson frá 1938. En þótt þeir séu margir, sem K. S. á miklar
þakkir að gjalda og mikið og gott gengi að þakka, þá leikur ekki
á tveim tungum, að langsamlega stærstur er hlutur kaupfélagsstjór-
anna, enda mest á þeim að sjálfsögðu mætt, svo og á formönnum
félagsins. Formenn hafa frá öndverðu verið 8. Flestir hafa gegnt því
starfi aðeins skamma hríð, 1—3 ár, aðrir en Pálmi Pétursson, sem
formaður var í 15 ár, séra Sigfús Jónsson, formaður í 24 ár og loks
núverandi formaður, Tobías Sigurjónsson, sem gegnt hefur for-
mennsku í félaginu frá því á miðju ári 1939. Kaupfélagsstjórar hafa
frá upphafi verið 7: Séra Zophónías Halldórsson 1889—1890, þá
Jón Jakobsson til 1892, Pálmi Pétursson 1892—1910, þá Gísli Jóns-
son til 1913, séra Sigfús Jónsson 1913—1937, Sigurður Þórðarson
1937—1946 og loks Sveinn Guðmundsson, sem verið hefur kaup-
félagsstjóri frá og með árinu 1946. Allir hafa forstjórar K. S. verið
mætir menn. Við minnumst þeirra allra með virðingu og þakklæti.
Tveir menn hafa veitt félaginu forstöðu lengst allra og markað
dýpri spor í sögu þess og giftudrýgri en nokkrir aðrir. Annar tók
við félaginu er undan hallaði og trúin var jafnvel að bresta, enda
átti þá félagið naumast fyrir skuldum. Honum auðnaðist að stöðva
undanhaldið, sækja á brattann, reisa félagið við, verja það áföllum
á verðfalls- og háskatímum, glæða trúna og vekja traustið, færa út
verksviðið, margfalda starfsemina og allar athafnir og skila félaginu
við leiðarlok 1937 sem einu stærsta og sterkasta samvinnufélagi á
landi hér á þeim tíma. I hans stjórnartíð, sr. Sigfúsar, en hann var
alla stund bæði formaður félagsins og framkvæmdastjóri, var m. a.
keypt verzlunar- og íbúðarhús Sigurgeirs Daníelssonar (1918), reist
frystihús og sláturhús 1928 og 1929, stofnað Mjólkursamlag Skag-
firðinga og reist samlagshús 1934—1935, svo að nefndar séu aðeins