Glóðafeykir - 01.12.1969, Qupperneq 9

Glóðafeykir - 01.12.1969, Qupperneq 9
GLÓÐAFEYKIR 9 jafn ljós. Kaupfélag Skagfirðinga hefur valdið aldahvörfum á félags- svæðinu, hvörfum í verzlunarháttum, í vöruvöndun, í nýtingu af- urða, í margháttaðri þjónustu við fólkið, í stuðningi við og fram- lögum til margvíslegra menningarmála. I dag er það, í ljósi reynsl- unnar, ekki mikill vandi að velja og vera samvinnumaður. Kaupfélag Skagfirðinga hefur, á 80 árum, unnið okkur Skagfirð- ingum meira gagn en metið verður, — ekki aðeins okkur, félags- mönnunum, heldur og einnig hinum, sem andhverfir hafa verið á anda o° athöfn. Öllum hefur félamð orðið til nokkurs framdrátt- O O ar. Það hefur reynzt óumdeilanleg lyftistöng atvinnulífs og fram- fara á félagssvæðinu, bæði í sýslu og kaupstað, svo að þar er engin stofnun önnur, sem nálgast það að vera sambærileg. Og framundan er óravíður vettvangur, þar sem hvergi sér út yfir þau verkefni, sem máttur samtaka og samvinnu einn fær leyst með heilbrigðum hætti. Kaupfél. Skagf. er og á að vera þjónustufyrirtæki fólksins. Það sinnir þörfum okkar árið um kring. En félagið er líka annað og meira en þjónustustofnun þeirra, sem við það skipta. Það skapar eignir, verðmæti, sem aldrei verða flutt á brott úr héraði. Menn koma og menn fara. Einstaklingar hverfa á braut, sumir með miklar eignir og gilda sjóði, sem þeir hafa aflað í heimabyggð sinni, bæði í bæ og sveit. Við þessu er að sjálfsögðu ekkert að segja. Eignir kaup- félagsins verða hins vegar aldrei færðar á annað landshorn. Þær verða um aldur kyrrar í héraði. Maðurinn fæðist, þroskast, fellir af — og deyr. Það getur tekið manninn 80 ár að fæðast — til að deyja. Hugsjón fæðist og þroskast. En framtíðarhugsjón er ekki markaður aldur. Hún eldist ekki, deyr ekki. Henni er áskapað að lifa. 80 ára saga Kaupfélags Skagfirðinga er mikil saga, sigursaga. Hún er um leið þróunarsaga þessa héraðs. Þar er órofa samband í milli, svo að ekki verður sundur greint. Kaupfélagið er eign héraðsbúa, hold af þeirra holdi. Vegni þeim illa, kemur það niður á félaginu. Hallist hagur kaupfélagsins, hlýtur það óhjákvæmilega að bitna á héraðsbúum. Nú, á 80 ára afmæli félagsins, þökkum við heilum huga störf þess á liðnum árum og óskum þess, sjálfra okkar vegna, héraðsins vegna, að ganga þess á ókomnum árum megi verða óslitin sigurganga; óskum þess, að hugsjón samvinnustefnunnar, andi frum- herjanna, einlægur og falslaus vilji til samstilltra átaka, megi endast okkur Skagfirðingum og erfast frá einni kynslóð til annarrar. Þá mun afmælisbarnið ná ásköpuðum þroska, er aldir renna. G. M.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.