Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 19

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 19
GLÓÐAFEYKIR 19 Sljórn K. S. /. v.: Jón Eiríksson, Djúpadal; Björn Sigtryggsson, Frarnnesi, Jóhann Salberg Guðmundsson, Gísli Magnússon, Eyhildarholti og Tobias Sigurjónsson, i Geldingaholti, stjórnarformaður. leikar ekki rýmkast, svo að kyrrstaða eða stöðvun virðist bíða ýmissa atvinnugreina og framkvæmda, þótt hagur útflutningsframleiðsl- unnar batni nokkuð í bili. Efnahaoskerfið er ótraust o«• vantar festu o o og fyrirhyggju. Undanfarnar gengistellingar sanna það bezt. Spurn- ing er hvort við stöndum ekki hallari fæti nú, efnahagslega, en við upphaf lýðveldis fyrir fjórðungi aldar. Þar mætti færa rök bæði með og móti. En hvað sem því líður, þá stendur samvinnuhreyfingin frammi fyrir miklum vanda og hættu. Samvinnuhugsjónin, sem áður fyrr yfirbugaði ótrúlega erfiðleika, fjárvana og ofsótt, hefur fölnað og er næstum mínningin ein. — Annar meginþáttur samvinnuhreyf- ingarinnar í dag eru fjárhagsmálin. Þau standa víða höllum fæti. Þessir tveir höfuðþættir samvinnuhreyfingarinnar eru báðir jafn nauðsynlegir ef vel á að fara, og raunar lífsskilyrði. Að nú hefur hallað undan fæti í bili, má efalaust rekja til margra orsaka. En það upplausnarástand í efnahagsmálum, sem hér hefur serið, á þar ekki lítinn hlut — auk ábyrgðarleysis og rótleysis fólks- ins sjálfs, sem að sjálfsögðu á einnig sínar orsakir. Bændur hafa verið kjarninn í samvinnuhreyfingunni frá upphafi, og svo er enn hér í Skagatirði. Hagur bænda og annarra félagsmanna og afkoma kaupfélagsins, — þetta hlýtur alltaf að vera svo nátengt,

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.