Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 25

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 25
GLÓÐAFEYKIR 25 Ferjan við Vesturós Héraðsvatna. Eitt sinn um haust, síðla dags, í norðanstormi og stórsjó, var Jón hættur að ferja, taldi óferjandi. Kemur þá Jónas Jónasson á Dýr- finnastöðum ofan á Óstangann, fer ekki af baki, en kallar á ferjuna. Jón sér að hann er mikið drukkinn, vill því leggja framt á að ná honum yfir, brýzt því yfir með ferjuna. Þar þrífur hann Jónas af baki í fang sér og ber hann út í ferjuna; en á leiðinni reið alda inn um ferjuna og skall upp fyrir mitti á Jóni, en ekki bifaðist hann; en tregt gekk honum að koma tveimur hestum út í ferjuna; allt komst samt slysalaust yfir. Þá kvað Jónas: Barði kæla brjóstið frarnan, braut á herðum straumasull. I þér tíminn setti saman silfur, stál o° rauðaarull. Einn vetur var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Asi námsmey í kvennaskólanum á Ytri-Ey; hún var uppeldisdóttir Ashjóna, síðar kona séra Bjarna í Steinnesi. Að skólavist lokinni var hún sótt frá Skíðastöðum og flutt austur að Ós; var Jón þar og ferjaði hana yfir á pramma. Þann dag var áköf leysing og feikna aurar. Ingibjörg seg-

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.