Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 26

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 26
26 GLOÐAFEYKIR ist ekki geta lagt upp að vaða þessa for og biður Jón að fara fyrir sig heim að Nesi og sækja sér hest. Hann segir að engir hestar séu nálægir; svo muni henni leiðast að standa þar ein á meðan; forin sé ekki nema vel í skóvörp; segist ætla að halda á henni upp á brekk- una, tekur liana á handlegg sér og röltir af stað. Ekki stanzaði hann og ekki setti hann hana niður fyrr en í bæjardyrunum í Utanverðu- nesi. Ingibjörg var stærðar kvenmaður; vegalengdin á annan kilóm. Jón var skáldmæltur en lneyfði því lítið; þó rnunu nokkrar tæki- færisvísur (til) eftir hann. Á þessum árum hneigðist ]ón til vínnautnar, þ\ í sökum hinna sér- stöku vinsælda hans vildu allir gera honum eitthvað til geðs, og fyrir ferðamanninn, sem kom af Sauðárkróki, varð ferðapelinn nærtæk- astur. Varð því úr þessu dagleg vínnautn, og suma daga urðu ferða- pelarnir margir á boðstólum. En aldrei neytti hann svo mikils víns, að hann gerði ekki öll sín verk í bezta lagi. Gjafmildi Jóns var takmarkalaus. Hann var sérstakur veiðimað- ur, aflaði því feikn af silungi, fiski og sel. Margoft gaf hann alla dags- veiðina. Því sagði Rögnvaldur í Réttarholti: Alla Maddi, öllurn o-af o O 7 eins þeim hærri og lægri. Vinstri höndin vissi ei af verkum þeirrar hægri. Guðmundur Ólafsson frá Ási.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.