Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 28

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 28
28 GLÓÐAFEYKIR Oft var kalt við ósinn mikla. — Enga þurfti galdralykla að komast með í kofann hans. Er hann kom svo klakabarinn kveiktur var hinn hlýi arinn: Hjartaylnr mikils manns. Rúgbrauð, hákarl, rikling bauð hann, reyktan lax, á meðan sauð hann silung veiddan sama dao'. Aldrei betri át ég krásir, ungan sel og feitar gásir. Veitt var 2,est með gleðibrag. Hygg ég að hans heillastundir hafi verið slíkir fundir er þítt hann hafði hélað brjóst. O2 allmöi'2 af hans orðagnóttum, ekki úr neinum bókum sóttum, man ég enn, og ætíð Ijóst. Þessi tími er löngu liðinn. Langt er síðan góða friðinn fékk ltans þreytta, sjúka sál. En engan, sem hann eitt sinn þekkti einlægnin hans, lireina, blekkti: Það var hjartans þögla mál. Stælt og há úr stáli og viði stórbrú ofar vatnaniði sameinar nú strönd við strönd. í hvammi sé ég hruninn ranninn. Hér þarf engan ferjumanninn né hans sterku hetjuhönd. Þórir Bergsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.