Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 29

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 29
GLÓÐAFEYKIR 29 Að enduðum níu áratugum MAGNÚS H. GÍSLASON SPJALLAR VIÐ SIGURÐ Á EGG (Fyrri hluti) Það er um nónbil á miðju vori. Yfir héraðinu liggur gulbrúnt hitamistur. Sólin yfir miðju Grísafellinu, sem stendur sinn eilífa vörð norðan megin Vatnsskarðsins, þrýstið og hnubbaralegt. Ég er að huga að hornum mínum suður á klöppum og á ann- ríkt, því að nú stendur á miðjum sauðburði. Eitt sinn er ég rétti mig upp frá því að koma lambi á spena, sé ég hvar maður kemur framan austurbakka Borgareyjar, ríðandi rauð- um hesti og fer mikinn. Ég verð að gefa mér tíma til þess að hlaupa heim og láta vita að hann þurfi ferju, hugsa ég. En hvað er nú þetta? Maðurinn ríður franr hjá ferjustaðnum, niður bakkann og slær hvergi af ferðinni. Skyldi liann ætla að leggja í Kvísl- ina? Hún er þó ekki árenni- leg, þar sem hún veltur áfram bakkafull, straum- þung og kolmórauð, eins og skolið af sokkaplöggum heyskaparfólksins, þegar það hefur verið að vaga úr leirdrögunum yfir á Engjaeyjunni. Og það ber ekki á öðru. Hann leggur án nokkurs hiks út í Suðurkvíslina. Þessi maður hlýtur að vera kunnúgur staðháttum, því að hann ríður út í Kvíslina ná- kvæmlega á réttum stað: úr skarðinu í bakkann, og þó geta hófspor- Sigurður Þórðarson á Egg.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.