Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 29
GLÓÐAFEYKIR
29
Að enduðum níu áratugum
MAGNÚS H. GÍSLASON SPJALLAR VIÐ SIGURÐ Á EGG
(Fyrri hluti)
Það er um nónbil á miðju vori. Yfir héraðinu liggur gulbrúnt
hitamistur. Sólin yfir miðju Grísafellinu, sem stendur sinn eilífa
vörð norðan megin Vatnsskarðsins, þrýstið og hnubbaralegt. Ég er
að huga að hornum mínum
suður á klöppum og á ann-
ríkt, því að nú stendur á
miðjum sauðburði.
Eitt sinn er ég rétti mig
upp frá því að koma lambi
á spena, sé ég hvar maður
kemur framan austurbakka
Borgareyjar, ríðandi rauð-
um hesti og fer mikinn. Ég
verð að gefa mér tíma
til
þess að hlaupa heim og láta
vita að hann þurfi ferju,
hugsa ég. En hvað er nú
þetta? Maðurinn ríður
franr hjá ferjustaðnum,
niður bakkann og slær
hvergi af ferðinni. Skyldi
liann ætla að leggja í Kvísl-
ina? Hún er þó ekki árenni-
leg, þar sem hún veltur
áfram bakkafull, straum-
þung og kolmórauð, eins og
skolið af sokkaplöggum heyskaparfólksins, þegar það hefur verið að
vaga úr leirdrögunum yfir á Engjaeyjunni. Og það ber ekki á öðru.
Hann leggur án nokkurs hiks út í Suðurkvíslina. Þessi maður hlýtur
að vera kunnúgur staðháttum, því að hann ríður út í Kvíslina ná-
kvæmlega á réttum stað: úr skarðinu í bakkann, og þó geta hófspor-
Sigurður Þórðarson á Egg.