Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 32

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 32
32 GLÓÐAFF.YKIR hugur hennar stóð til þess. Mannýgi notaði ég venjulega fyrir kodda, þegar ég lagði mig í hjásetunni. Líklega hef ég sofnað stundarkorn, en það gerði ég stundum. Það kom ekki að sök ef ég hafði Mannýgi undir höfðinu, þá vaknaði ég alltaf þegar lnin stóð upp. Þegar ærn- ar fóru aftur á kreik rak ég þær suður í Skipin, sem svo eru nefnd, en þau eru í Blængshólslandi. En samningar voru um það milli pabba og bóndans á Blængshóli, að æmar þaðan mættu ganga úti í Hnjúksfjalli gegn því, að sitja mætti kvíaærnar frá Hnjúki í Blængs- hólslandi. I Skipunum var kjarnaland og oft meira í ánum þegar þær gengu þar. Þarna var líka gott aðliald af klettabeltum og því lítil hætta á, að ærnar rásuðu langt. í Skipunum sat ég jafnan undir stórum steini, sem var í laginu eins og skemma. Undir honurn var alltaf logn, af hvaða átt, sem hann blés. Sagt var, að í steininum byggi huldufólk, en ég hræddist það ekkert og varð þess heldur aldrei var. Þessa nótt háttaði veðri svo, að blæjalogn var og heiður himinn, en dalurinn fullur af þoku, sem þó lá ekki hærra en svo, að þegar sólin kom undan Múlanum, var hún ofan þokunnar. Skein þá umhverfið allt og glitraði, en þokan í dalnum leit út eins og gull- ið eldhaf. Svo komu fuglarnir í flokkum, settust á steinana og sungu, og steinarnir sungu, klettarnir sungu, öll náttúran söng einn dýr- legan lofsöng. Aldrei hef ég orðið hrifnari né glaðari af nokkurri sýn og það segi ég satt, að ég hágrét af hrifningu og óskaði þess, að í þessu umhverfi, við þessa sýn, rnætti ég lifa og deyja. F.kki veit ég hvað þetta varaði lengi, því að ég gleymdi öllu nema umhverfinu. En þegar ég rankaði við mér, óttaðist ég að hafa tapað ánum. Svo var þó ekki, þær voru allar kyrrar í Skipunum. Þegar bjart var sá ég á reyknum á bæjunum, hvenær mál væri komið til að halda heim á leið. En þegar ekki sást til bæja fyrir þoku, eins og nú, þá gat ég áttað mig á júgrum ánna. Þegar þær voru orðnar troðjúgra, var óhætt að síga af stað. Og á því glöggvaði ég mig nú. En um það bil er ærnar hurfu mér inu í þokuna, þá bar fyrir mig aðra dýrðarsýn. Það voru þrír friðarboðar, hver yfir öðrum, og á þeim sá ég hvorki upphaf né endi. Sá innsti var lang-minnstur og mér faunst hann eins og lokast um mig. Ég átti erfitt með að slíta mig frá þessu, en þó varð svo að vera. Ég liélt á eftir ánum inn í þokuna og kom með þær heim á réttum tíma. Og hver heldurðu að trúi svo þessari frásögn? Já, þessi þrjú sumur, sem ég stundaði hjásetuna, eru einhver bjart- asti 02; skemmtileo-asti tími ævi minnar. Mér leið aldrei illa af ktdda eða öðrum orsökum. Hafði líka smákofa til að skríða inn í, þótt hann væri nú raunar ekki annað en skorningur, sem ég refti ylii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.