Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 36

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 36
36 GLÓÐAFEYKIR — Já. Uppeldið á okkur krökkunum fannst mér og finnst raunar enn hafa verið nokkuð hart. F.n þó tel ég það hafa verið miklu betra en afskiptaleysið af börnum núna. Ef við hefðum heyrzt blóta, liefði pabbi slegið okkur. Þó kom það fyrir, að hann tók sjálfur upp í sig. Ég man ekki til þess að marnrna legði til okkar. En hún talaði alltaf við okkur ef eitthvað fór úrskeiðis. Hún lét mig stundum lofa því að svara ekki pabba. En ég gat ekki alltaf efnt það. Mér var það stund- um alveg ómögulegt, þegar mér fannst hann skamma mig að ósekju. Ég hef líklega verið 12 ára, þegar pabbi fór eitt sinn eitthvað að Iieiman og sagði mér hvað ég ætti að gera meðan hann væri í burtu. ,,Og heyrirðu nú þetta?“ sagði hann svo dálítið byrstur. Hefur lík- lega sýnzt, að ég hlustaði ekki á sig. „Heldurðu að ég sé heyrnar- laus?“ svaraði ég snúðugt. Svona voru nú svörin. Pabbi var stór- lyndur. En mér fannst hann mannkostamaður að mörgu leyti. Hann var einn af þessum mönnum, — sem of mikið er af, — sem eru stirð- astir við sína nánustu. Pabbi tók barn af sveitinni. Kannski hefur hann fengið eitthvað með því fyrstu árin, ég veit það ekki. En hann var betri við það en sín eigin börn. Samt er ég ekki viss um að upp- eldið á því hafi verið betra en á okkur. Hann heimtaði mikla vinnu af okkur, en kannski þó einkum vandvirkni. Ef strá sást í kró, eftir að við vorum búin að raka þær, þá gekk hann um króna og tíndi upp stráin. Auðvitað gerðum við stundum skammir af okkur. Ekki ætla ég nú að fara að tíunda þær, en ég held ég verði samt að segja þér frá einu skammarstriki, úr því að ég er að rugla þetta, og vel þá ekki af betri endanum, enda finnst mér skugginn af því jafnan liafa fylgt mér síðan. Það var snemma vors að ég var sendur einhverra erinda yfir á Þverárdalinn. í klettagilinu, sem er að ánni, verptu að jafnaði hrafnshjón. Nú voru ungarnir komnir úr hreiðrinu og sátu á kletta- snösum í gilinu. Mér datt í hug að reyna að hitta hrafnsunga með steini. Það tókst og unginn steyptist niður í gilið. En hrafnshjónun- um varð svo við, að þau fylgdu mér eftir argandi langt fram á dal. Ésr hef naumast séð eftir öðrum verknaði meir. Við strákarnir vor- o um alltaf að æfa okkur í því að hitta í mark með steinum. Var ég orðinn svo hæfinn, að varla kom fyrir, að ég missti marks. Ég drap rjúpur með steinkasti. En þetta athæfi var okkur ekki bannað. Ég hefði sannarlega tekið í mína krakka, ef þau hefðu tamið sér svona leik. Þegar ég svo seinna las söguna um Davíð og Golíat, þá var ég ekkert hissa á því, þó að Davíð gæti hitt hausinn á Golíat. Ég liefði sennilega hitt hann líka, þ(>tt sjálfsagt hefði ég ekki kastað eins fast

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.