Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 38

Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 38
38 GLÓÐAFEYKIR upp á hennar geð. Ég var eitt sinn viðstaddur þá viðureign. Atti þá að króa hana af milli bæjarhúsanna og djúprar tóftar, en borð lá yfir tóftina þvera. Þegar nú þrengdi að Gránu og hún komst hvorki fram né aftur, gerði hún sér lítið fyrir og hljóp á borðinu yfir tóft- ina. Þá var Grána fótviss og léttstíg og skil ég ekki enn í dag, að borðið skyldi ekki brotna. Og þessu hefði ég ekki trúað, ef ég hefði ekki horft á það með eigin augum. — Pabbi átti rauða hryssu. Hún var ákaflega gjöm á að fara í heyin á haustin og veturna og hafði alveg undravert lag á því að rífa upp skarirnar á torfinu, kæmist hún að heyjunum á annað borð. Vora heyin ekki örugg fyrir Rauðku nema skarirnar væru grjótbomar. En kæmist hún ekki í hey heima, átti hún það til að fara á aðra bæi til heyrána og þótti þar að von- um ógóður gestur. Ekki man ég þó til þess að þessi herhlaup henn- ar yllu neinu missætti milli nágranna, og var samkomulag milli bæja þarna sérstaklega gott. Það er nú raunar annað mál, en gaman þætti mér að vita hvort steinarnir tveir á hlaðinu á Hnjúki væru enn á sínum stað. Það er nú að vísu ólíklegt. Annar þein'a var fiskasteinn, sjáanlega ævaforn. þvi að ofan í hann var komin mikil dæld undan höggunum. Hitt var hestasteinn eða hestastjaki, eins og hann var nefndur, og var nafnið efalaust dregið af lagi steinsins, því að hann var aflangur og stóð upp á endann. — Og hvernig var svo skólanáminu háttað? — Og blessaður vertu, það var aðeins heimanám, engin skóla- ganga fyrir fermingu. En seinna var ég hálfan mánuð við nám á Yra-Hvarfi, hjá Jóhanni Jóhannssyni, frænda nn'num, sem hafði ver- ið í Möðruvallaskóla o°' var áhugasamur um að fá stráka heirn til sín til að kenna þeim. Byrjaði liann kennsluna jafnan eftir nýárið. Kennslugjald, ásamt fæði og lnisnæði á Ytra-Hvarfi, var annað hvort 65 eða 75 aurar á dag, ég man ekki hvort heldur. Frá Hnjúki fór ég 1898 og þá í Syðra-Hvarf til mágs míns Gísla, sem seinna bjó á Hofi. Þar var ég í hálft annað ár. Svo var það vorið sem ég var á Syðra-Hvarfi, að þeir fóru vestur í Hóla, Jóhann Páll frá Hjaltastöð- um, en liann var alltaf hjá Jóhanni að læra, og Þorsteinn Þ. Þor- steinsson skáld, sem síðar fór til Vesturheims, en hann var alinn upp á Syðra-Hvarfi. Er fram á vorið leið kom Jóhann kennari að máli við mig og svo gott sem skipaði mér að fara einnig vestur í Hóla. Ég var tregur, hafði enga trú á að ég yrði hlutgengur þar við nám. Þó langaði mig í Möðruvelli, eftir að hafa þá stundað lengra nám hjá Jóhanni. „Þú getur farið í Hóla fyrst og svo Möðruvelli á eftir,“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.