Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 44
44
GLÓÐAFEYKIR
(Framliald af bls. 4L)
Lengra var til bæja vestan heiðar en niðri í dalnum. Taldi mig þó
betur settan ef ég kæmist í Skriðuland eða Fjall og hélt því áfram,
þó að ég þættist vita, að alvara væri á ferð. Eg fór mjög hægt, sett-
ist annað slagið en sat aldrei svo lengi, að mér yrði kalt. Þegar ofan
á Heljardal kom, var ég alveg að guggna. Ég gerði mér fulla grein
fyrir því að svo gæti farið, að ég bæri þarna beinin. Og mér fannst
það eiginlega ekkert óttaleg tilhugsun. Nei, alls ekki. Ég mundi bara
sofna og ekki vakna aftur. Styngi ég niður stafnum og setti veifu á
liann, var líklegt að ég fyndist. Þó var ég ákveðinn í að gefast ekki
upp fyrr en í síðustu lög. Þegar myrkrið var að skella á, sá ég hvar
maður kom á móti mér með hest. Það reyndist vera Arni frá Atla-
stciðum í Svarfaðardal. Árni setti mig þegar á liestinn og sneri við.
En ég þoldi ekki að sitja hestinn, \ildi lieldur reyna að ganga. Og
Árni gekk undir mér ofan að Ejalli. Svo stcið annars á ferðunt Árna,
að liann fór vestur í Skagafjörð að sækja liest. Honum varð leit úr
hestinum og síðan þurfti að járna hann og hvort tveggja olli því, að
Árni var seinna á ferð en hann ætlaði. Er ég viss um, að sú töf, sem
hann varð þannig fyrir, vildi mér til lífs. Það var gjörsamlega von-
laust að ég næði bæjum hjálparlaust. Á Fjalli fór vel uin mig. Hall-
dór, bróðir sr. Zóphoníasar í Viðvík, bjó þar þá. Hann fór þegar
yfir í Skriðuland og fékk þar mann til að senda á fund Magnúsar
læknis í Hofsósi. Var þá að ganga í norðan stórhríð. Magnús kom
samt undir morgun. Og livað kostaði svo ferðin? Jú, 3 kr. og svo 1
kr. fyrir meðul. Svona seldi nú Magnús sína læknishjálp. Og eftir
þennan túr fékk ég aldrei að borga neitt þó að ég leitaði til hans.
nihg —