Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 46
46
GLÓÐAFEYKIR
Vísnaþáttur
Haraldur Hjdlmarsson er fæddur að Hofi á Höfðaströnd 20. desem-
ber 1909, sonur Hjálmars bónda þar Þorgilssonar á Kambi í Deild-
ardal og konu hans Guðrúnar Magnúsdóttur hreppstjóra á Sleitu-
stöðum. Fluttist ungur að Kambi
og ólst þar upp. Búfræðingur frá
Hólum 1932. Lauk námi í Sam-
vinnuskólanum nokkru síðar.
Stundaði verzlunarstörf á Siglu-
firði, í Reykjavík og hjá Kaup-
fél. Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Síðustu árin allmörg starfsmaður
Útvegsbanka íslands í Reykjavík.
Hann er ókvæntur.
Haraldtir Hjálmarsson er
kunnur hagyrðingur. Honurn er
óvenju létt um að varpa fram
stökum, hvernig sem á stendur,
oft bráðsnjöllum, og virðist
hreint ekkert hafa fyrir því. Vís-
urnar detta honum ósjálfrátt af
Haraldur Hjálmarsson. munni. Mun hann fæstar liafa
fest á blað — og er það skaði. \h's-
ur á hann á víð og dreif í blöðum svo og nokkur kvæði og stökur í
Skagfirzkum ljóðum. Vísur þær, sem hér fara á eftir, sendi hann
Glóðafeyki samkvæmt beiðni. — G. M.
Tungan.
Milli tanna laus og létt
leikur tunga vökur,
þegar hún er að ríma rétt
rammíslenzkar stökur.