Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 51
GLOÐAFEYKIR
51
Þetta sögðu þeir —
Dr. Pdll ísólfsson:
„Menn segja oft: Það er ekki til neins að halda áfram á þessari
braut, þar hefur allt verið sagt sem hægt er að segja. Og þannig
heyrir maður stundum tónskáldin kveða að orði. En hér er það
raunar getuleysið, talentleysið, sem prédikar. Það er ennþá ókannað,
hvenær tónlistin stóð hæst, ef svo má að orði komast. En eitt er víst:
að öll list stóð með mestum blóma þegar menn dekruðu minnst við
hana, skoðuðu hana jafnvel sem handverk. Hvað er andlegheit? Það
veit enginn. En hitt vita allir, að andlegheit geta þá fyrst komið að
gagni þegar tæknin, lærð eða meðfædd, kemur til. Höfundaréttur
var jafnvel ekki í hávegum hafðnr allt frani á daga Bachs, jafnvel
lengur. Með rómantíkinni breyttist þetta. Henni fylgir mikið af
alls konar moldviðri, en auðvitað einnio; skemmtileoar eldsdærinffar.
Og nú er svo komið að menn hugsa jafnvel fyrst um höfundaréttinn,
að allt skili sér í budduna, og svo er reynt að finna upp á einhverju
nýju, sem hægt er að kalla frumlegt. Allir vilja koma með eitthvað
nýtt, óvirða það gamla í orðum og athöfnum og segja því stríð á
hendtir sent í einhverju líkist gömlu meisturunum, en eru þó sjálfir
flæktir í net tízkunnar og þeirrar nýju stefnu, sem svo er kölluð.
Mér rennur oft til rifja að svo margir efnilegir menn skuli fara
þannig í hundana og eyða dýrmætum tíma í einhverja ímyndaða
vonzku út af listinni og valda á þann hátt sjálfum sér og öðrum stór-
tjóni. Og það sem er verst: tekst ekki að skapa lífvænlega list. Oft
verður mér hugsað til þess, hversu hættulegt það er að dekra við
list og listamenn. Þeir eru oftast, ef þeir eru góðir listamenn á ann-
að borð, viðkvæmir og gangast upp við hrósi. Þetta þekkja allir, ég
líka. En hér verður að gæta sín. í þessu litla landi eru listamenn
legíó, einkum þeir sem mála og skrifa. Það mætti þykja furðulegt,
ef hér væri eingöngu um séní að ræða .... F.n varast skyldi oflofið,
það er viðbjóðslegt og vísasti vegurinn til að eyðileggja gott lista-
mannsefni í fæðingu ....“ — (í dag skein sól).