Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 60

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 60
60 GLÓÐAFEYKIR frystihússins h.f., Hofsósi, en það félag hafði verið myndað á breið- um grundvelli af íbúum Hofsóss og nærsveita, til reksturs þessa frystihúss. Jafnframt var gerður samningur við Hraðfrystihúsið h.f., um slát- uraðstöðu og frystingu á sláturafurðum vegna þeirra er slátrað hafa í Hofsósi á undanförnum árum, svo ekki ylli þessi ráðstöfun veru- legri röskun á högum þeirra er við K. A. S. H. höfðu skipt og lagt þar inn sláturfé á hverju hausti. Þessir menn áttu sæti í stjórnum félaganna, þegar sameiningin fórfram: í stjórn K. A. S. H., Þorsteinn Hjálmarsson, Hofsósi, fonn., Kristján Jónsson, Óslandi, Jón Þorsteinsson, Mýrakoti, Stefán Gests- son, Arnarstöðum, og Níels Hermannsson. Hofsósi, en í stjórn Kaup- félags Skagfirðinga þeir Tobías Sigurjónsson, Geldingaholti, form., Gísli Magnússon, Eyliildarholti, Jóhann Salberg Guðmundsson. Sauðárkróki, Björn Sigtryggsson, Framnesi, og Jón Eiríksson. Djúpa- dal. Samkvæmt samþykkt er gerð var á aðalfundi Kaupfélags Skagfirð- inga 1965, var samþykkt að fjölga í stjóm félagsins úr 5 í 7. Þó var sá fyrirvari gerður. að forsenda fyrir fjölgun stjórnarnefndarmanna væri sú, að félagssvæði K. S. stækkaði eða að sameining yrði gerð við önnur kaupfélög. Af þessu leiðir, að búast má við að á næsta aðalfundi K. S. á komandi vori, verði þessi heimild notuð og fjölg- að þar með í stjórninni í 7 stjórnarnefndarmenn. HRT.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.