Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 64
64
GLÓÐAFEYKIR
Öllum þykir ótæk stefna
á sem nokkuð virðist bóla,
að vor fjárhagsnefndarnefna
neiti að s;an?a í barnaskóla.
Nærri má geta, að þjark þetta muni ekki hafa farið fram hjá eyr-
um ritarans, og sendir hann nú Pétri kviðling þenna, áður en gengið
var til atkvæða:
Ábyrgðina að fá
erfitt reynzt þér getur.
Mörgu fram þeir mót slá,
mælskan grimm þá hvetnr.
Aldrei segir Jón ,,já“,
jagast máttu betur,
og Gísli hvergi lið ljá.
— Lifirðu þetta, Pétur?
Á fundi þessum afhenti Jón Sigurðsson, alþm. á Reynistað, sýsln-
nefnd bók þessa til eignar í þeim tilgangi, sem fyrr var greint. Datt
ýmsum í hug, sem og reyndar þegar hefur komið á daginn, að tranðla
mundi það allt reynast nóbelsverðlaunaskáldskapur, sem þar kynni
að verða innfært, og nefndu því bókina „Leirgerði". I’á orti Pétur
Hannesson:
En hvað þú ert ung og elsknleg,
með ósnortna pappírinn þinn.
Við báðum þín allir, Bakkmann og ég
og blessaður odds itinn.
Ég veit það er engin von fyrir mig,
því Vagnssyni giftist þú.
I>á leyfist ei öðrum að líta á þig,
Leirgerður Jónsdóttir — frú.
Ekki gátn sumir setið á sér að bendla Jón Bakka-skáld við I.eir-
gerði, og byrjaði Árni Dan. á þessleiðis flími. Snaraði hann vísu á
Jón og stóð ekki á ritara að „færa hana til betra mála" — að eigin
sögn:
Leirgerður er lögst á hlið
og líklega eignast krakka.
Hún liefur aldrei fengið frið
fyrir Jóni á Bakka.