Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 67
GLÓÐAFEYKIR
67
voru í öndverðu tengdar gróandi jörð og prúðum stofni. Og hann
reyndist maður til þess að láta þær hugsjónir rætast.
Jón á Skörðugili var meðalmaður á vöxt og vel á sig kominn,
kvikur í hreyfingum og knár í bezta lagi; vel farinn í andliti, svipur-
inn festulegur, ákveðinn og alvarlegur. Hann var ágætlega greind-
ur, skýr í hugsun, vel máli farinn, hélt jafnan á máli sínu með festu
og fyllstu djörfung við hvern sem var að skipta. Hann var hreinskil-
inn og hispurslaus, ódeigur til átaka, einráður nokkuð, fastlundaður
og traustur drengskaparmaður; gagnrýninn en heill samvinnumað-
ur. Eigi var hann hlutsamur um annarra hagi, ófús til þátttöku í
opinberum störfum, en komst þó ekki hjá því með öllu. Sat lengi í
hreppsnefnd Seyluhrepps og gegndi fleiri störfum fyrir sveitarfélag-
ið. Þurfti eigi að ugga góðan farnað þeirra mála neinna, er falin
voru honum til forsjár.
Jón Jóhannesson dó um aldur fram og var að honum mikill mann-
skaði.
Anna Gunnarsdótlir, fyrrum húsfr. á Hringveri í Hjaltadal, lézt þ.
16. febrúar 1957. Hún var fædd að Sundi í Höfðahverfi 9. okt. 1880.
Var faðir hennar Gunnar, síðar bóndi á Úlfsstöðum í Blönduhlíð,
Bjartmarsson bónda á Brita og síðar í Bimu-
nesi, Bjarnasonar bónda á Brattavöllum.
Átti Gunnar Önnu áður en hann kvæntist;
var móðir hennar Sæunn Jónsdóttir, eyfirzk
að ætt.
Anna fluttist barn að aldri með föður sín-
um vestur liingað að Úlfsstöðum og óx þar
upp með honum og stjúpu sinni, Karólínu
Guðnadóttur. Árið 1901 gekk luin að eiga
Hallgrím Helga, síðar bónda á Hringveri,
Jónsson, bónda í Langhúsum (nú Ásgarð-
ur) í Viðvíkursveit o. v., Jónssonar á Skugga-
björgum í Deildardal, Jónssonar, og konu
hans Guðrúnar Stefánsdóttur bónda á Þverá í Blönduhlíð, Jónas-
sonar. Voru þeir fjórir bræður, er upp komust, og yngstur séra Þor-
geir, fyrrum prófastur á Eskifirði. Þau hjón reistu bii að Hringveri
1908 og bjuggu þar til 1922 við erfið kjör og ómegð, voru þá 2 ár í
luismennsku í Enni í Viðvíkursveit, bjuggu í Hjaltastaðakoti (nú
Grænamýri) í Blönduhlíð 1924—1926, fóru enn í húsmennsku og
nú að Flugumýri, en fluttu til Sauðárkróks laust eftir 1930. Þar stóð
Anna Gunnarsdóttir.