Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 68

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 68
68 GLÓÐAFEYKIR heimili þeirra upp þaðan, og stundaði Hallgrímur verkamannavinnu. Hann lézt 1946. Hallgrímur var myndarmaður og valmenni. Af 7 börnum þeirra hjóna komust 4 til aldurs: Guðjón, yfirkenn- ari á Akranesi; Þórarinn, kennari í Reykjavík; Ingibjörg, húsfreyja á Kjartansstöðum á Langholti og Unnur, húsfr. á Sauðárkróki. Anna Gunnarsdóttir var mikil fríðleikskona, vel gefin og gerðar- leg, búin miklu atgerrd, líkamlegu jafnt sem andlegu. Hún átti löng- um við fátækt að búa, en æðraðist hvorki né „lét baslið smækka sig“. Hún var trúuð kona og valkvendi, hreinlunduð og trygg og vildi hverjum manni vel. Unr hana mæltu allir á einn veg, þeir er henni kynntust. Soffia Zóphóniasdóttir, fyrrurn húsfr. á Sauðárkróki, andaðist þ. 28. rnarz 1957. Fædd var hún að Bakka í Svarfaðardal 2. okt. 1873. Foreldrar: Zóphónías, bóndi á Bakka, Jónsson, bónda að Leyningi í Eyjafirði, Þorsteinssonar bónda í Flögu, og kona hans Soffía Björnsdóttir bónda í Koti í Svarfaðardal, Björnssonar bónda í Garðslromi, Arngrímssonar. Margt var areindra atsrervismanna í ætt við Soffíu hina yngri. Má þar m. a. nefna séra Zóphónías f Viðvík og Snorra Sigfússon, fyrrum nám- stjóra, en þau Snorri voru systrabörn. Soffía óx upp á æskuslóðum. Ung að ár- urn giftist hún Sigfúsi Björnssyni frá Syðra- Garðshorni. Reistu þau bú að Brekku í Svarfaðardal og bjuggu þar um skeið. Sig- fús drukknaði af hákarlaskipi árið 1904. Börn þeirra hjóna voru 5: Anna, d.: Kristjana, d.; Haraldur, d.; Zóphónías, pípulagningam. í Reykjavík og Jón, verkam. á Sauðár- króki. Árið 1905 gekk Soffía að eiga síðara mann sinn, Guðmund Sig- valdason frá Glaumbæ í Langadal, albróður Jóhannesar, sjá Glóða- feyki 1968, 8. h. bls. 39. Bjuggu þau nokkur ár á Ölduhrygg í Svarf- aðardal, fluttust síðan vestur hingað til Skagafjarðar, dvöldust á ýmsum stöðum austan Vatna og oftast í húsmennsku, unz þau lnirfu til Sauðárkróks 1916 og áttu þar heima æ síðan. Guðmundur lézt 1947. Þau eignuðust 4 börn og konrust 3 upp: Bergþóra, ln'isfr. á Akureyri; Svava, látin og Sigfús, áður bóndi á Vatnsleysu í Við- víkursveit, nú verkam. á Sauðárkróki. Þau hjón ólu upp tvær dætra-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.