Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 71

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 71
GLÓÐAFEYKIR 71 um tveim árum, er hann, innan við tvítugsaldur, var á Akureyri og fékkst þá við verzlunarstörf hjá Stefáni föðurbróður sínum. Helgi var fæddur á sjávarbakka, og sjóinn stundaði hann alla ævi. Hann var ódeigur og farsæll; enda þótt löngum reri á litlu fari, dró hann einatt drjúgan hlut, svo að entist honum til góðrar afkomu, enda maðurinn hygginn og forsjáll og eyddi eigi fjármunum að óþörfu. Helgi Guðmundsson var góður meðalmaður á hæð, frekar grann- vaxinn, myndarlegur á velli, toginleitur og eigi smáfríður. Hann var um margt sérkennilegur, greindur maður og hagmæltur nokkuð; lék á orgel. Hann var hugsandi maður, alvörugefinn og eigi mannblend- inn, fáskiptinn og hversdagsgæfur, en skapríkur og óvæginn, ef hon- um þótti fyrir. Raungóður var hann og ræktarsamur og reyndist for- eldrum sínum og systkinum góður sonur og bróðir. Hann dó ókvænt- ur og barnlaus. Jón Konráðsson, lireppstjóri og bóndi í Bæ á Höfðaströnd, lézt þ. 6. júní 1957. Hann var fæddur að Miðhúsum í Óslandshlíð 3. nóv. 1876. Foreldrar: Konráð hreppstj. og bóndi í Miðhúsum og síðar í Bæ Jónsson, bónda í Miðhúsum, Jónssonar talinn ríka, bónda í Gröf á Höfðaströnd, Konráðssonar, og kona hans Ingibjörg Gunn- laugsdóttir bónda á Hofstöðum, Þorsteins- sonar, og konu lians Geirlaugar Eiríksdótt- ur hónda Jónssonar. Jón ólst upp með foreldrum sínum, fyrst í Miðhúsum og síðan í Bæ frá 1889, þar sem liann átti heima alla ævi síðan og löngum við kenndur. Árið 1898 kvæntist hann Jó- fríði Björnsdóttur bónda í Gröf, Jónssonai bónda þar, Jónssonar, og konu hans Hólm- fríðar Jónatansdóttur, síðast bónda á Reykj- arhóli í Austur-Fljótum, Ógmundssonar. \rar Jófríður mikilhæf kona og glæsileg. Tóku þau við búsforræði í Bæ aldamótaárið og bjuggu þar við góðan kost og mikla rausn til 1930, er þau seldu jörð og bú í hendur syni sínum. Jón stundaði löngum útgerð trá Bæjarklettum jafnhliða búskapnum, og var einn af forgöngumönnum vélbátaút- gerðar við Skagafjörð. Umsvif voru oft mikil í Bæ, mannmargt og gestkvæmt, og öllum tekið af einstakri alúð. Jófríður lézt rösku ári fyrr en maður hennar. Börn eignuðust þau 4 og komust 3 til aldurs: Konráð, starfsmaður lengi hjá S. I. S., lát-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.