Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 72

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 72
72 GLÓÐAFEYKIR inn; Björn, hreppstjóri og bóndi í Bæ, kv. Kristínu Kristinsdóttur og Geirlaug, gift Þórði Pálmasyni, fv. kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Farsæl greind, samfara einstakri prúðmennsku, samvizkusemi og trúmennsku í starfi; vakandi áhugi á fiamförum og nýjungum, sam- fara hyggindum og gætni — þessir eiginleikar samofnir ollu því, að Jóni í Bæ var falinn mikill fjöldi trúnaðarstarfa fyrir sveit og sýslu. Hreppstjóri var hann 47 ár, 1905—1952, sat lengi í hreppsnefnd og tvívegis oddviti hennar; sýslunefndannaður Hofshrepps 1930—1938. Átti þrívegis sæti í fasteignamatsnefnd sýslunnar og tvívegis skipað- ur formaður nefndarinnar. Forrn. Búnaðarfél. Hofshrepps um hríð; einn forgöngumanna að stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga 1931, sat í stjóm þess frá öndverðu og formaður 12 árin fyrstu. Jón í Bæ átti og drjúgan lilut að samvinnumálum. Hann var formaður Kaupfél. Fellshrepps — nú Kf. Austur-Skagfirðinga — 1922—1955. Jón Konráðsson var fríður maður sýnum, fölleitur og grannleitur, hár og beinvaxinn, hvatlegur í lireyfingum og bar sig manna bezt, enda hvarvetna eftir honum tekið. Hann var einstakt snyrtimenni, frjálsmannlegur í viðmóti og fyrirmannlegur í framgöngu, gestris- inn og höfðingi heim að sækja. Með honum hvarf af sviði glæsileg- ur fulltrúi skagfirzkrar bændakynslóðar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Jón var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1933. Jón Jónsson, fyrrum bóndi að Lágmúla á Skaga, andaðist þ. 12. ágúst 1957. Hann var fæddur í Neðra-Nesi á Skaga 26. júní 1879, sonur Jóns bónda þar Einarssonar, bónda á Breiðstöðum í Göngu- skörðum, Böðvarssonar, og konu hans Ingibjargar Símonardóttur á Gauksstöðum. Jón ólst upp úti á Skaga og átti þar heima alla ævi. Hann stundaði sjómennsku fram- an af árum, hóf búskap í Lágmúla 1933, þá roskinn að aldri, og bjó þar með ráðskonu, Önnu Jónsdóttur, til 1951. Yar farinn að heilsu og sjóndapur orðinn hin síðustu árin. Jón í Lágmúla lifði langa ævi. En saga hans var fábreytileg og eigi margþætt, ef til vill meir slungin skúrum en skini sólar. Hann mun lengstum hafa barizt í bökJkum, en þó haft nóg fyrir sig. Jón var tæplega meðalmaður vexti, hnell- Jón Jónsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.