Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 72

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 72
72 GLÓÐAFEYKIR inn; Björn, hreppstjóri og bóndi í Bæ, kv. Kristínu Kristinsdóttur og Geirlaug, gift Þórði Pálmasyni, fv. kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Farsæl greind, samfara einstakri prúðmennsku, samvizkusemi og trúmennsku í starfi; vakandi áhugi á fiamförum og nýjungum, sam- fara hyggindum og gætni — þessir eiginleikar samofnir ollu því, að Jóni í Bæ var falinn mikill fjöldi trúnaðarstarfa fyrir sveit og sýslu. Hreppstjóri var hann 47 ár, 1905—1952, sat lengi í hreppsnefnd og tvívegis oddviti hennar; sýslunefndannaður Hofshrepps 1930—1938. Átti þrívegis sæti í fasteignamatsnefnd sýslunnar og tvívegis skipað- ur formaður nefndarinnar. Forrn. Búnaðarfél. Hofshrepps um hríð; einn forgöngumanna að stofnun Búnaðarsambands Skagfirðinga 1931, sat í stjóm þess frá öndverðu og formaður 12 árin fyrstu. Jón í Bæ átti og drjúgan lilut að samvinnumálum. Hann var formaður Kaupfél. Fellshrepps — nú Kf. Austur-Skagfirðinga — 1922—1955. Jón Konráðsson var fríður maður sýnum, fölleitur og grannleitur, hár og beinvaxinn, hvatlegur í lireyfingum og bar sig manna bezt, enda hvarvetna eftir honum tekið. Hann var einstakt snyrtimenni, frjálsmannlegur í viðmóti og fyrirmannlegur í framgöngu, gestris- inn og höfðingi heim að sækja. Með honum hvarf af sviði glæsileg- ur fulltrúi skagfirzkrar bændakynslóðar á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Jón var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1933. Jón Jónsson, fyrrum bóndi að Lágmúla á Skaga, andaðist þ. 12. ágúst 1957. Hann var fæddur í Neðra-Nesi á Skaga 26. júní 1879, sonur Jóns bónda þar Einarssonar, bónda á Breiðstöðum í Göngu- skörðum, Böðvarssonar, og konu hans Ingibjargar Símonardóttur á Gauksstöðum. Jón ólst upp úti á Skaga og átti þar heima alla ævi. Hann stundaði sjómennsku fram- an af árum, hóf búskap í Lágmúla 1933, þá roskinn að aldri, og bjó þar með ráðskonu, Önnu Jónsdóttur, til 1951. Yar farinn að heilsu og sjóndapur orðinn hin síðustu árin. Jón í Lágmúla lifði langa ævi. En saga hans var fábreytileg og eigi margþætt, ef til vill meir slungin skúrum en skini sólar. Hann mun lengstum hafa barizt í bökJkum, en þó haft nóg fyrir sig. Jón var tæplega meðalmaður vexti, hnell- Jón Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.