Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 73

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 73
GLÓÐAFEYKIR 73 inn á velli. Hann var traustur maður að skapgerð, ráðvandur og heill og lætur eftir sig þær minningar einar, er vitna um vammlaus- an mann. Hann kvæntist ekki né átti böm. Jón Sigfússon, deildarstjóri á Sauðárkróki, lézt þ. 28. ágúst 1957. Fæddur í Hvammi á Laxárdal ytra 15. nóv. 1892. Foreldrar: Séra Sigfús, prestur í Hvammi og á Mælifelli, síðar kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og alþingism., Jónsson, skálds á Víðimýri, Árnasonar bónda á Tindum á Ásum, Halldórssonar, og kona hans Petrea Þorsteinsdóttir bónda á Grund í Þorvalds- dal, Þorlákssonar, og konu hans Helgu Árna- dóttur. Jón óx upp með foreldrum sínum, fyrst í Hvammi, síðan á Mælifelli. Stundaði nám við gagnfræðaskólann á Akureyri tvo vetur eftir fermingu, síðan við Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Árið 1914 kvæntist hann Jórunni Hannesdóttur bónda á Skíðastöð- um fremri, Péturssonar bónda í Valadal á Skörðum, Pálmasonar bónda í Syðra-Vallholti, Magnússonar, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur bónda á Þóreyjarnúpi í Línakra- dal, síðar í Haganesi í Fljótum, Eiríkssonar. Tveir voru bræður Jór- unnar, þeir Pétur sparisjóðsstjóri og síðar póstmeistari og Pálmi rektor. Börn þeirra eru 4 og öll í Reykjavík: Ásta, húsfr.; Helga, húsfr.; Sigfús, rafvirki og Herdís, húsfr. Þau Jón og Jórunn reistu bú í Glaumbæ 1915 og bjuggu þar 2 ár, þá á Mælifelli 1 ár, fluttu þaðan til Sauðárkróks 1919. Réðst Jón þá til Kaupfél. Skagfirðinga og var starfsmaður félagsins óslitið upp þaðan, lengstum deildarstjóri vefnaðarvörudeildar. Átti hann að baki, er liann féll í valinn, lengstan starfsferil hjá K. S. þeirra manna allra, er hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Var hon- um heill og heiður félagsins hjartfólgið mál, enda einlægur og óhvik- ull samvinnumaður. Hann skildi mörgum betur hugsjón samvinnu- stefnunnar, jafnt hagrænt gildi hennar sem þýlingu hennar fyrir and- legan og félagslegan þroska þeirra manna, sem bera giftu til að ganga henni heilir á hönd. Trúmennska hans í starfi var frábær, hirðu- semi og þrifnaður þvílíkur, að nálgaðist nostur. Hann var mörg ár

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.