Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 73

Glóðafeykir - 01.12.1969, Síða 73
GLÓÐAFEYKIR 73 inn á velli. Hann var traustur maður að skapgerð, ráðvandur og heill og lætur eftir sig þær minningar einar, er vitna um vammlaus- an mann. Hann kvæntist ekki né átti böm. Jón Sigfússon, deildarstjóri á Sauðárkróki, lézt þ. 28. ágúst 1957. Fæddur í Hvammi á Laxárdal ytra 15. nóv. 1892. Foreldrar: Séra Sigfús, prestur í Hvammi og á Mælifelli, síðar kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, og alþingism., Jónsson, skálds á Víðimýri, Árnasonar bónda á Tindum á Ásum, Halldórssonar, og kona hans Petrea Þorsteinsdóttir bónda á Grund í Þorvalds- dal, Þorlákssonar, og konu hans Helgu Árna- dóttur. Jón óx upp með foreldrum sínum, fyrst í Hvammi, síðan á Mælifelli. Stundaði nám við gagnfræðaskólann á Akureyri tvo vetur eftir fermingu, síðan við Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Árið 1914 kvæntist hann Jórunni Hannesdóttur bónda á Skíðastöð- um fremri, Péturssonar bónda í Valadal á Skörðum, Pálmasonar bónda í Syðra-Vallholti, Magnússonar, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur bónda á Þóreyjarnúpi í Línakra- dal, síðar í Haganesi í Fljótum, Eiríkssonar. Tveir voru bræður Jór- unnar, þeir Pétur sparisjóðsstjóri og síðar póstmeistari og Pálmi rektor. Börn þeirra eru 4 og öll í Reykjavík: Ásta, húsfr.; Helga, húsfr.; Sigfús, rafvirki og Herdís, húsfr. Þau Jón og Jórunn reistu bú í Glaumbæ 1915 og bjuggu þar 2 ár, þá á Mælifelli 1 ár, fluttu þaðan til Sauðárkróks 1919. Réðst Jón þá til Kaupfél. Skagfirðinga og var starfsmaður félagsins óslitið upp þaðan, lengstum deildarstjóri vefnaðarvörudeildar. Átti hann að baki, er liann féll í valinn, lengstan starfsferil hjá K. S. þeirra manna allra, er hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Var hon- um heill og heiður félagsins hjartfólgið mál, enda einlægur og óhvik- ull samvinnumaður. Hann skildi mörgum betur hugsjón samvinnu- stefnunnar, jafnt hagrænt gildi hennar sem þýlingu hennar fyrir and- legan og félagslegan þroska þeirra manna, sem bera giftu til að ganga henni heilir á hönd. Trúmennska hans í starfi var frábær, hirðu- semi og þrifnaður þvílíkur, að nálgaðist nostur. Hann var mörg ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.