Glóðafeykir - 01.12.1969, Qupperneq 77

Glóðafeykir - 01.12.1969, Qupperneq 77
GLÓÐAFEYKIR 77 ari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og síðan Menntaskólann þar og gegndi því starfi til 1953, er hann var skipaður ráðunautur ríkis- ins í áfengisvarnamálum og hvarf til Reykjavíkur. Stundaði fram- haldsnám, einkum í sagnfræði, við erlenda háskóla árið 1922—1923. Var góður og mikilhæfur kennari. Hafði í áratugi mikil afskipti at bindindismálum og var einn af aðsópsmestu áhrifamönnum bind- indissamtakanna. Gegndi margvíslegum og mikilvægum trúnaðar- störfunr á þeirra vegum; var stórtemplar um hríð, umboðsmaður Hástúkunnar og hvað eftir annað fulltrúi Stórstúkunnar og ríkis- stjórnarinnar á hástúkuþingum og öðrum alþjóðlegum bindindis- mannaþingum erlendis. Brynleifur hafði unr skeið nrikinn áhuga á stjórnmálunr, bauð sig þrívegis fram til þingnrennsku, en náði ekki kosningu. Hann fékkst og allnrikið við blaðamennsku, var ritstjóri Islendings og síðan Templars unr lrríð. Þau 35 ár, sem Brynleifur hafði bólfestu á Akureyri, konr hann víða við. Hann var unr skeið fonrraður skólanefndar, fornr. stjórnar Anrtsbókasafnsins, sóknarnefndarformaður, fornr. Stúdentafél. Ak- ureyrar mörg ár; bæjarfulltrúi tvö kjörtímabil og forseti bæjarstjórn- ar 1938—1939. Enn fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann nörður þar, þótt hér verði eigi talin. í Brynleifi Tobíassyni nrunu í öndverðu lrafa togazt á bóndinn og fræðimaðurinn. Atvikin höguðu því hins vegar svo, að kennsla við mikilsháttar menntastofnun varð ævistarf hans. En fræðahneigðin varð ekki drepin í drónra. Hann lagði jafnan stund á nrargvísleg fræði íslenzk og ritaði margt í þeirri grein, ritið Hver er maðurinn? í tveinr bindunr, er út komu 1944, brautryðjandaverk; ennfremur Alþingismannatal 1845—1930 og Sögu þjóðhátíðarinnar 1874 (1958). Hann sat í útgáfunefnd Skagfirzkra fræða frá 1938 til dauðadags, og sanrdi söguritið Heim að Hólum. Hann ritaði íslenzkt mál með ágætunr, lrvort tveggja í senn, kjarnyrt og alþýðlegt. Brynleifur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigurlaug Hall- grímsdóttir stýrimanns á Akureyri, Sigurðssonar, og konu lrans Guð- rúnar Sigurðardóttur. Þau giftust haustið 1920. Sigurlaug lézt 1922, eftir tæpra tveggja ára sambúð þeirra hjóna. Sonur þeirra er Sig- laugur, kennari í Hveragerði. Árið 1952 kvæntist Brynleifur Guð- rúnu Guðnadóttur bónda í Skarði á Landi, Jónssonar, og konu hans Guðnýjar Vigfúsdóttur. Létust þau bæði hjónin í sömu andrá að kalla. Þau áttu ekki börn. Brynleifur Tobíasson var vænn maður á vöxt, fölleitur, fríður í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.