Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 78

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 78
78 GLÓÐAFEYKIR andliti, svipfarið markað skýrleik og festu. Hann var höfðinglegur og virðulegur í framgöngu, fágætlega formfastur, jafnt í luigsun og orði sem athöfn. Hann var rammíslenzkur í anda, unni þjóð og sögu og gömlum og góðum erfðavenjum. Ættrækinn var hann, trygglund- aður og vinfastur; kirkjuvinur og kristindóms. Hann var gagnmerk- ur og góður sonur skagfirzkrar ættbyggðar. Vigfús Magnússon, járnsmiður á Sauðárkróki, lézt þ. 24.apríl 1958. Hann var fæddur á Selnesi á Skaga 8. apríl 1881. Foreldrar: Magnús bóndi á Selnesi Björnsson á Auðólfsstöðum, síðar bónda í Eyhildar- holti (drukknaði í Holtskvísl 1853), ölafssonar, og kona hans Ingi- björg Vigfúsdóttir trésmiðs Reykdals, Vigfússonar Reykdals prests, og konu hans Júlíönu Maríu Sveinsdóttur frá Ljótshólum í Svína- dal. Var Magnús á Selnesi, faðir Vigfúsar, hálfbróðir — samfeðra — Rögnvalds svslunefndarm. o<> bónda í Rétt- arholti og séra Olafs, prests á Ríp. Vigfús óx upp með foreldrum sínum á Selnesi unz faðir lians lézt árið 1899. Eftir það mun hann hafa verið með móður sinni, en hún bjó ekkja á Selnesi til 1905. Nokkr- um árum síðar fluttu þau mæðgin til Sauð- árkróks. Þar átti Vigfús heima æ síðan og stundaði jafnan járnsmíðar, meðan heilsa hrökk til. Móðir hans dó 1944. Kona Vigfúsar var Sesselja Stefánsdóttir. Þau skildu eftir skannna sarnbúð. Dóttur áttu þau eina barna. Vigfús Magnússon var mikill maður á vöxt og karhnenni að burð- um, myndarmaður, hvar sem á var litið. Hann var greindur vel, sem hann og átti kyn til, óhlutdeilinn og ekki vílsamur, Jjótt einmani væri á efri árurn. Hann var traustur maður og lundheill, drengur oóður, vinsæll <><> vel metinn af öllum. Pálmi P. Sighvats, sjómaður á Sauðárkróki, lézt þ. 14. júlí 1958. Hann var fæddur á Sauðárkróki 4. okt. 1904 og átti þar heima alla ævi. Foreldrar: Pétur, úrsmiður og símstöðvarstjóri, Sighvatsson Borgfirðings, fræðimanns á Höfða í Dýrafirði, Grímssonar, og kona hans Rósa Daníelsdóttir bónda á Skáldstöðum í Eyjafirði, Daníels- sonar. Pálmi fæddist upp með foreldrum sínum þar á Sauðárkróki.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.