Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 14

Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 14
14 GLÓÐAFEYKIR Vísnaþáttur Sigurður J. Gislason er fæddur á Skarðsá í Sæmundarhlíð 6. júlí 1893, sonur Gísla bónda þar o. v. Konráðssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur frá Krossi í Óslandshlíð. Stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og Lýð- háskólann í Askov á Jótlandi; nam og ís- lenzku hjá Sigurði skólameistara Guð- mundssyni o. fl. Stundaði kennslu fram- an af lengi, vann og algeng sveitastörf, skrifstofuvinnu og fleira. Sigurður er ágætur hagyrðingur og einn mestur vísnasafnari á landi hér. Hann hefur lengi átt heima á Akureyri. Sigurður J. Gislason Hættur að yrkja. Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni, lítt ég því að sinni sinni, sinni bara vinnu minni. Óvissa. Ekki veit ég um það hvort andinn lifir náinn, hvort hann getur eitthvað ort eftir að ég er dáinn.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.