Glóðafeykir - 01.11.1971, Page 22
22
GLÓÐAFEYKIR
inn svo fullur, að messufall verður. Hjátrú er mikil, og margir eru
svo léttúðugir í svardögum, að þá gildir einu, þótt þeir sverji ranga
ciða gegn nánustu ættingjum. Saurlífi er magnað, deilur miklar og
tíðar, svik og prettir vaða uppi og óhófsemi einkennir þetta fólk.
Klæðnaður er úr skinnum og vaðmálum, sem lýsi er borið í. Sokk-
ar eru áfastir nærbrókum, jafnt karla og kvenna, en þó er sá munur
á, að brækur karla ná upp fyrir nafla, en kvenfólks ekki nema réíí
upp að naflanum. Sokkar kvenfólksins eru rauðir. Unr nætur sefur
fólkið margt saman allsbert undir vaðmálsábreiðum. sem stundum
eru fóðraðar gæruskinnum.“
Sigurmon Hartmannsson, Kolkuósi, i stóðréttinni. — Ljósm. Stcján Pcdersen.