Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 25

Glóðafeykir - 01.11.1971, Qupperneq 25
GLÓÐAFEYKIR 25 Þessi árin var ég til heimilis hjá foreldrum mínum, þótt ekki væri ég að staðaldri þar heima. Mig langaði alltaf til að menntast eitt- hvað. En það var hægar sagt en gert. Sjálfur var ég eignalaus og for- eldrar mínir fátækir. Fyrir ferminguna fékk ég sem svarar hálfs- mánaðar kennslu og svo lítils háttar viðbót hjá heimiliskennara. En það var sárt að hafa skóla á næsta leiti, Hólum, og geta ekki notið hans. Vorið 1910 fékk ég vinnu á Hólum við að byggja fjós og hlöðu. Um sumarið var ég svo hér og þar í vinnu. Og um haustið taldi ég mig hafa þau auraráð, að ég sótti um skólann og fékk inngöngu. í skólanum dvaldist ég svo tvo næstu vetur og brautskráðist þaðan vorið 1912. En sumarið milli námsvetranna vann ég í gróðrarstöð- inni á Hólum, sem eins og kunnugir vita er norðan við gamla túnið. Setti þarna niður trjáplöntur, rófur, kartöflur og ýmislegt grænmeti. — Hver var skólastjóri á Hólum um þetta leyti? — Það var Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum, síðar búnaðar- málastjóri. — Einhverjar sérstakar minningar frá skólaárunum, sem þú vildir segja frá og þér eru minnisstæðar? —- Éa: á mars;ar ráðar minninsíar frá Hóladvölinni 02: held, að allir hafi getað haft mikil not af kennslunni þar. Sigurður skólastjóri var frekar skapstór maður, en á hinn bóginn mjög fljótur til sátta. Hann var mikill áhugamaður og duglegur. Stjórnsamur var hann og kennari í búfræði, að mér fannst, með afbrigðum góður. Hann var vel undir starfið búinn, hafði numið við landbúnaðarháskóla í Danmörku og kynnt sér vel þróun dansks landbúnaðar. Þá voru Danir að græða upp jótlandsheiðarnar. Sigurður dáðist mjög að þeim framkvæmdum, sem þar áttu sér stað, og áleit vandalaust að rækta íslenzkan jarðveg, svo miklu betri væri hann en jarðvegur józku heiðanna. És; minnist verunnar á Hólum sem skemmtilegasta tímabils ævi minnar. Skólafélagar mínir voru prýðispiltar, ungir, léttir í lund og stundum til í að gera smá „hasar“. Get ég nefnt hér eitt af uppá- tækjum okkar. Við sváfum 13 eða 14 í stóru svefnlofti, og þar var margt brallað. Rúmin, sem við sváfum í, voru járnrúm, á háum fót- um. Ljós máttum við hafa í herbergjunum til kl. 9—10 á kvöldin. Xemendur áttu að sjá um það til skiptis, að öllum settum reglum væri fylgt. Eitt sinn tóku fjórir piltar sig til og skriðu undir sitt rúm- ið hver, áður en í þau var háttað. Biðu þeir undir rúmunum þar til þeir bjuggust við að þeir, sem í þeim lágu, væru sofnaðir. Risu þá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.