Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 26

Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 26
26 GLÓÐAFEYKIR drengir á fætur með rúmin á herðunum og hvolfdu þeim við. Varð nú, sem nærri má geta, mikill hávaði og gauragangur, strákarnir veltust í gólfinu, ýmist berir eða í nærfötunum, en brúnamyrkur var í herberginu og þvi erfitt að fá fangstað á sökudólgunum. Allt í einu stóð skólastjóri í dyrunum, með ljós í hendi, og leit yfir víg- völlinn. Fengum við harða áminningarræðu fyrir framferðið og voru drengir niðurlútir í fyrsta tímanum lijá skólastjóra morguninn eftir. Hann var hins vegar jafn ljúfur og kátur og venjulega og minntist tkkert á óeirðirnar kvöldið áður. Öðru atviki man ég eftir, sem mér finnst sýna vel hve Sigurður lagði sig fram um að venja okkur á að hlýða réttmætum fyrirmælum og skipunum. Hann mun hafa tekið eftir því, að við hreyfðum okkur b'tið útivið. Einn daginn kallaði hann okkur alla út og fór með okk- ur í gönguför út og niður í svokallað Víðines, sem er nokkuð fyrir utan Hóla. Urðum við að ganga í takt og bera okkur hermannlega. Mörgum piltunum mun hafa fundizt þessi göngutúr nokkuð erfiður og kannski einkum þvingandi. Daginn eftir mættum við á sama stað og lögðum upp í gönguna öðru sinni. En nú brá svo við, að nokkra vantaði í hópinn. Skólastjóri sagði ekkert við því. Þriðja daginn, er við vorum að fara í skjólflíkur í herbergjum okkar, leit skólastjóri inn í herbergin, en nokkrir strákar, sem ætluðu sér að komast hjá því að fara í gönguna, lágu í rúmunum og breiddu yfir höfuð og var svo frá gengið, að lítt eða ekki bar á því að þar væri nokkur maður. Þar sem hann sá ekkert athugavert fór hann út og gekk með þeim. sem mættu, en nú vantaði um helming strákanna. Þótti okkur skóla- stjóri þungur á brún, en ekkert sagði hann. Og gangan fór fram eins og venjulega. Daginn eftir kom skólastjóri inn í svefnloftin í því að leggja átti af stað og gekk nú rakleitt að rúmunum, kippti upp sæng- unum og komu þá strákar í ljós, alklæddir undir sængurfötunum. Rak Sigurður þá þegar á fætur, út og i gönguna. Þar sem vant var að snúa við heim, staðnæmdist skólastjóri með hópinn og segir okk- ur að hlaupa í hring, töluvert stóran, umhverfis sig. Urðum við að hlaupa þannig hratt marga hringi, unz hann mælti fyrir um að halda heimleiðis. Þannig gekk þetta í þrjá daga. Eftir það var göngunni hagað eins og í upphafi. En allir mættu eftir þetta. — Hvað tók svo við hjá þér eftir skólavistina? — Ég var í vinnu hér og þar, eftir því sem tækifæri buðust. Mig langaði alltaf til þess að fara út í búskap, enda má segja, að ég hafi menntað mig til þess, þó að námið á Hólum gæti raunar komið að

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.