Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 35

Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 35
GLÓÐAFEYKIR 35 samkv. áliti landlæknis átti það að vera eina sjúkrahúsið fyrir hér- aðið, og með því að allir sáu að það mundi verða dýrt, voru vestan- menn tregir á mikil fjárframlög til sjúkraherbergis í Hofsósi. Þá orti Pétur og kallaði „Spítalaskipið": Kapteinn okkar sagði: „f vestur vendir skeið, því vitja skal nú hafnar Króksaranna". En 1. stýrimaður kaus þá æfur aðra leið — í austurveg, til þeirra Fljótamanna. Um málið urðu snarpar sennur milli oddvita (,,kapteins“) og sýslu- nefndarmanns Haganeshrepps, sem var varaoddviti sýslunefndar („1. stýrimaður“). Orti þá Árni Daníelsson, hreppstjóri á Sjávarborg: Hér var inni heitt í kveld, heldur minna um næði. Stál og tinna auka eld, ef þau finnast bæði. Eitt sinn vantaði Árna Daníelsson, er fundur var settur. Hafði hann farið á fund úti á Reykjaströnd. Lét hann af því, að allhvassí hefði verið á þeim fundi. Þá orti oddviti: Árni Dan. fór út á Strönd, átti í harðri rimmu. Deildi mjög um menn og lönd við Meylendinga grimmu. Er 2:efið var kaffihlé orti Pétur Hannesson: o Nokkuð mörgum sýnist, að nokkrum hér í dag nokkuð séu ræðuhöld til ama, svo fundarstjórinn okkar hefur fundið upp það lag fundinum að slíta með það sama. Eins og framangreindur kveðskapur ber með sér, er mikið af hon- um eftir einn sýslunefndarmanninn, Pétur Hannesson. Kenndi nokkurrar afbrýði hjá Jóni Bakkaskáldi vegna hylli Péturs hjá Leir- gerði, og kveður hann nú til Péturs:

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.