Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 37

Glóðafeykir - 01.11.1971, Síða 37
GLÓÐAFEYKIR 37 Flýja þeir hvorki fall né straff fyrir gamlar syndir, þó að hjá fullum „fótógraff“ fái þeir nýjar myndir. Jón á Bakka mun — og eigi með réttu — hafa litið svo á, að þessu væri stefnt að sér, því að nú tekur hann að yrkja kvæði það, er hér fer á eftir, þótt aldrei tæki ritari það á þann veg, að það væri svana- söngur skáldsins: Ljóðafuglinn læt ég minn lyfta vængnum fleyga, ef ég nú í síðsta sinn sæti hér skal eiga. Vizkan á sitt alda hrós, ei það lof við ringum. Hennar fagra lýsi ljós leiðir Skagfirðingum. Gæfa styðji greindan hal og glöggsýn framtakslundar. Takist ávallt virðaval vel til sýslufundar. Fegrist sýsluferillinn fríkki héraðsblóminn. Þróist okkar auðurinn, auðna, gleði og sóminn. Bænda- upp rísi -býlin há, bæjarhýsing fagurgljá. Rafstraums lýsi ljósin þá og leiðir vísi bólin á. Tók nú heldur að draga úr kveðskapnum, enda leið að fundar- lokum. Síðustu erindin munu þau vera, er hér fara á eftir. F.r hið fyrra eftir oddvita sýslunefndar, en hið síðara eftir ritarann.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.