Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 39
GLODAFEYKIR
39
Þetta sögðu þeir -
Hannes Hafstein (1912):
. Sagan og landið kalla á oss að vinna. Söguhetjurnar getum
vér ekki vakið upp aftur, en gróðurinn í landinu getum vér vakið
o°r aukið með friðun og framkvæmd. Það er hægt að hefta sandfok,
græða skóga, gróðursetja blóm og sá akra, lífga upp margt og margt,
sem nú liggur í kaldakoli, ef vér aðeins kunnum að byggja góðar
brýr, brýrnar milli allra góðra krafta í þessu landi, sameina hið
tvístraða með traustum böndum, safna því, nýta og nota vel.“
Sr. Jakob Jónsson:
„Hvað sem líður ræðum og ritsmíðum einstakra manna, heldur
tíminn áfram að líða, og nýir menn koma fram á sjónarsviðið. Og
hver ný kynslóð þafnast nýrra manna með nýjar ræður, til gleggri
skilnings á verkefni sínu og aðstöðu í mannlegri tilveru. En þess
skyldu hinir nýju menn gæta, að ganga með virðingu um þá stigu,
sem troðnir voru af hinum eldri mönnum, og skyggnast með samúð
eftir því, hver voru þeirra leiðarljós.“
Sr. Jón Auðuns:
„Æðsti mælikvarði á trúarbrögð er sá, að hve miklu leyti þau flytja
boðskap kærleikans.“
7'orfi Asgeirsson, hagfrœðingur:
„Islenzkur landbúnaður skipar enn, og mun gera það um langa
framtíð, sæti sem undirstöðuatvinnuvegur, bæði með því að sjá þjóð-
inni fyrir verulegum hluta matvælanotkunar hennar, og eins, og það
í vaxandi mæli, með því að sjá þjóðinni fyrir vörum til iðnaðarfram-
’eiðslu og þar með aukins vinnsluvirðis."