Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 66

Glóðafeykir - 01.11.1971, Side 66
66 GLÓÐAFEYKIR Arið 1907 kvæntist Sveinn Guðrúnu Jónsdóttur bónda í Bakka- koti, Jónassonar bónda og læknis á Tunguhálsi, Jónssonar, og konu hans Helgu Hjálmarsdóttur bónda í Bakkakoti, Árnasonar, en móðir Helgu og kona Hjálmars var Guðrún, dóttir Stefáns bónda í Flata- tungu, Guðmundssonar. Þau slitu samvistum. Af 4 börnum þeirra hjóna komust 3 upp: Sigurjón, bús. í Hafnarfirði, Helga, húsfr. á Akureyri og Hjálmar, bóndi á Syðra-Vatni á Efribyggð. Sveinn Sigurðsson var gildur meðalmaður á velli, þrekvaxinn og kraftalegur, andlitssvipur mikilúðlegur og festulegur. Allur var mað- urinn aðsópsmikill í framgöngu og óvílsamur, bar sig vel og var stundum „riddari“ kallaður — og eigi til lítilsvirðingar. Hann var ágætlega greindur, lesinn og fróður og víða heima, vel að sér í forn- tim bókmenntum íslenzkum, dómbær áaætleoa á mál 02: stíl. Er Einar H. Kvaran skáld kom að Giljum til Sveins og sá mikinn og góðan bókakost þessa afdalabónda, undraðist hann stórum og hafði orð á. Sveinn var alvörumaður 02, eia,i allra leika; seinmæltur 02: fast- mæltur, rómsterkur og talaði með áherzlum. Hann var skapsmuna- maður og þó geðstilltur, vinfastur og trygglundaður, raungóður og hlýr í hjarta, þótt stundum virtist vera skrápur nokkur á ytra borði. Hann var drenour 2;óður 02 einn sá maður, sem eftirminniie2'ur 000 7 o verður öllum þeim, er gerst þekktu. Þorsteinn Sigurðsson, vélstjóri á Sauðárkróki, lézt 25. okt. 1962. Hann var fæddur að Móskógum á Bökkum 14. maí 1895, sonur Sig- urðar, bónda þar og síðar í Hólakoti á Höfðaströnd, Jónssonar, og konu hans Guðlaugar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs. Missti föður sinn 1910, var eftir það í vist á ýmsum stöðum þar vtra og stundaði jafnframt sjóróðra fyrir hús- bændur sína. Til Sauðárkrúks fluttist hann 1925 og þar stóð heimili hans æ síðan. Var mörg ár vélgæzlumaður á bátum, eftirlits- maður rafstöðvarinnar á Sauðárkróki um 7 ára skeið eftir að Sölva Jónssonar missti við; var við fiskvinnslu síðustu árin. Hvar, Þorsteinn Sigurðsson sem hann lagði hönd að verki, var unnið af kunnáttu og einstakri trúmennsku. Árið 1926 kvæntist Þorsteinn Ingibjörgu Konráðsdóttur, bónda í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð, Bjarnasonar bónda í Brekku hjá

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.