Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 22
22
GLÓÐAFEYKIR
Freðfiskur, 12.176 tonn, saltfiskur 206 tonn, skreið 310 tonn,
söltuð þunnildi, afskurður og roð 207 tonn, söltuð grásleppuhrogn
3206 tunnur, saltsíld 326 tunnur, mjöl 5.802 tonn og lýsi 430 tonn.
Ennfremur hefur verið borin við vinnsla á rækju og skelfiski. Út-
flutningsverðmæti reiknað á meðalverðlagi ársins 1975 virðist mér
vera um 2,6 milljarðar eða að meðaltali 130 milljónir á ári. Heildar-
velta 1975 varð hinsvegar 265 millj. eins og fram hefur komið í
aðalfundarskýrslu kaupfélagsins í vor. I þeirri veltutölu er talinn
afli m.b. Blátinds SK 88, sem Fiskiðjan á og rekur og á undan hon-
um annan bát minni, m.b. Andvara SK 4.
Á þessu yfirliti tel ég að allir geti séð, að rekstur Fiskiðju Sauðár-
króks h.f. hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir afkomu fólks og
fyrirtækja á Sauðárkróki og raunar um alla Skagafjarðarbyggð.
Efnahagsleg afkoma hefur verið misjöfn hvert rekstursár og skipst á
halli og hagnaður. Frá upphafi hafa verið rekin samhliða tvö frysti-
hús hér á Sauðárkróki. Fiskiðjan hefur haldið sínu striki jafnt og
þétt, en hitt fyrirtækið hefur skipt um nöfn finnn sinnum, í bardag-
anum við að halda áfram rekstri.
Efnahagsstaða fyrirtækisins er talin nú sæmilega traust, rniðað
við það sem um er að ræða í þessum atvinnuvegi, en stóráföll verða
varla séð fyrir, þau geta verið alveg utanaðkomandi eða vegna stökk-
breytinga í verðlagsmálum innanlands, því að fiskiðnaðurinn getur
ekki velt sínum kostnaðarhækkunum út í verðlagið innanlands, eins
og þjónustuiðnaður landsmanna, heldur verður allt að berast uppi
af ritflutningsverðmæti afurðanna.
Núverandi stjórn er skipuð Gísla Magnússyni, Eyhildarholti, sem
er formaður, Jóhanni Salberg Guðmundssyni, sem er ritari og aðrir
stjórnarnefndarmenn eru Þorsteinn Hjálmarsson, póstmeistari Hofs-
ósi, Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri og Marteinn Friðriks-
son, sem verið hefur framkvæmdastjóri og í stjórninni frá stofnun
féla°:sins.
O