Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 38

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 38
38 GLOÐAFEYKIR og þá var Sigurður þama kominn. Hinir tíndust svo út á eftir, reyndu að vera ákaflega settlegir, vildu sem minnst láta á kennderí- inu bera, buðust til þess að taka við hestum Sigurðar en hann skyldi fara inn í tjald með mér. Sigurður lét ekki á neinu bera, afhenti þeim félögum hestana og hvarf með mér til tjaldsins. Eg kveikti þeg- ar á prímusnum og fór að laga kaffi. í því kom Óli inn í tjaldið, sjáanlega með allan hugann við það að vera nú nógu settur og virðu- legur svo Sigurð renndi síður grun í gleðskapinn, en þá vildi hvorki betur né verr til en svo, að hann gekk beint á prímusinn og ruddi öllu um koll. Tók nú Sigurður að gerast all kýmileitur. Eg lét hins- vegar sem ekkert væri, sótti á ný vatn í ketilinn og tók að hita. Þá kom Maggi inn, og tók nú ekki betra við. Hann anaði einnig beint á prímusinn og ekki nóg með það, heldur valt lrann um í kaffipoll- inum og hringaðist utan urn prímusinn, sem gasaði beint í kviðinn á honum. Sem betur fór var Maggi vel í stakk búinn til slíkra svaðil- fara, klæddur heljarmiklum og þykkum skinnjakka, annars hefði hann skaðbrennst. En nú var Sigfúsi Steindórssyni nóg boðið. Hann þaut upp, þreif í axlirnar á Magga og hélt honum á lofti um stund, rétt eins og hann væri með dúnpoka. Við þriðju tilraun tókst mér loks að hita kaffið, enda voru nú, sem betur fór, allir komnir inn í tjaldið og sátu þar eins og brúður. En það heyrðist á Sigurði að hon- um þótti þessir húskarlar sínir stórefnilegir, hvorki biti á þá vatn né eldur. Náttúrlega var lítið eftir í flöskunni Hallgrímsnaut til þess að traktera Sigurð á, enda hafði það ekki látið sig án vitnis- burðar. En það kom ekki að sök. Óli átti, eins og fyrri daginn, tromp í bakhöndinni. Leið svo af nóttin. Um morguninn vorum við Sig- urður fyrstir á fætur og eg fór að hita morgunkaffið. Sagði þá Sig- urður: „Gerir þú dálítið að því að elda, Jóhann minn?“ Eg svaraði að þeir félagar mínir gerðu nú heldur lítið með mig sem kokk. Gall þá í Óla undan sænginni: „Það er ekki hægt, hann er algjört fífl á því sviði'*. — Eg þori nú ekkert að segja um það hversu réttlátur dómur Ólafs í Álftagerði er um hæfileika þína til eldamennsku, Jóhann, en minnir mig það ekki rétt, að einu sinni hafi olíutýra komið þar eitthvað við sögu? Jóhann hlær við, rís á fætur, gengur nokkrum sinnum fram og aft- ur um gólfið en leggst svo fyrir á ný. — Týran, já, hún hefur nú kannski orðið frægari sú týra, en efni standa til. En þetta mun hafa verið þannig að þá, sem stundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.