Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 30

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 30
30 GLÓÐAFEYKIR Úr fórum Jóhanns frá Mælifellsá SÍÐARI HLUTI í síðasta blaði Glóðafeykis birtist fyni hluti viðtals við Jóhann frá Mælifellsá, en við þann bæ er hann jafnan kenndur af vinum sínum og kunningjum í Skagafirði. þótt hann hafi nú hin síðari árin átt heimili á Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi. Hér sjá þá lesend- ur Glóðafeykis síðari hluta viðtalsins. Við höfum ennþá ekkert rninnst á búskaparsögu Jóhanns og þegar eg vík talinu að henni vill hann lítið um hana ræða, telur hana á engan hátt orðaverða og lætur jafnvel í það skína, að hann telji sig hafa verið heldur lélegan bónda. Tæpast munu nú allir, sem til þekkja, sammála því, en láturn svo vera. Sjálfur hlýtur Jóhann að ráða ferðinni í þessu viðtali. — Eg kvæntist henni Lóu, en svo kalla eg nú jafnan konuna mína, árið 1917. Lóa mín heitir fullu nafni Lovísa Sveinsdóttir, dóttir hjónanna Sveins Gunnarssonar Gunnarssonar í Syðra-Vall- holti oo‘ Margrétar Þórunnar Arnadóttur bónda á Starrastöðum 02; Stokkhólma Sigurðssonar og var hún 11. barn þeirra hjóna af þeim, er til aldurs komust, en alls voru börn þeirra Sveins og Margrétar 15. Þau Sveinn og Margrét bjuggu fyrst í Borgarey, þá í Syðra-Vall- holti, síðan á Bakka og loks á Mælifellsá frá 1893 til 1909 og við þann bæ var Sveinn jafnan kenndur. Síðar gerðist Sveinn kaup- maður og rak verslun fyrst í Reykjavík og svo á Sauðárkróki. \hð Lóa byrjuðum okkar búskap í Breiðagerði og bjuggum þar í fjögur ár. Árið 1921 dó Gunnar, bróðir Lóu, en hann bjó á Mæli- fellsá. Keypti eg þá hálfa jörðina og flutti þangað. A Mælifellsá bjuggum við svo á meðan heitið gat að eg stundaði búskap, eða í 22 ár. Mælifellsá er að mörgu leyti ágæt jörð, landmikil og beitar- sæl og ræktunarmöguleikar eru þar miklir, en fjárgæsla gat verið nokkuð erfið, enda liggur jörðin að afrétt, er eiginlega í mynni Mælifellsdals. Sveinn Gunnarsson, tengdafaðir min, kvað svo um Mælifellsá: Þó að snjói eitthvað að enginn þróast bagi, mínir flóar þola það þó að drógar nagi.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.