Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 30

Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 30
30 GLÓÐAFEYKIR Úr fórum Jóhanns frá Mælifellsá SÍÐARI HLUTI í síðasta blaði Glóðafeykis birtist fyni hluti viðtals við Jóhann frá Mælifellsá, en við þann bæ er hann jafnan kenndur af vinum sínum og kunningjum í Skagafirði. þótt hann hafi nú hin síðari árin átt heimili á Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi. Hér sjá þá lesend- ur Glóðafeykis síðari hluta viðtalsins. Við höfum ennþá ekkert rninnst á búskaparsögu Jóhanns og þegar eg vík talinu að henni vill hann lítið um hana ræða, telur hana á engan hátt orðaverða og lætur jafnvel í það skína, að hann telji sig hafa verið heldur lélegan bónda. Tæpast munu nú allir, sem til þekkja, sammála því, en láturn svo vera. Sjálfur hlýtur Jóhann að ráða ferðinni í þessu viðtali. — Eg kvæntist henni Lóu, en svo kalla eg nú jafnan konuna mína, árið 1917. Lóa mín heitir fullu nafni Lovísa Sveinsdóttir, dóttir hjónanna Sveins Gunnarssonar Gunnarssonar í Syðra-Vall- holti oo‘ Margrétar Þórunnar Arnadóttur bónda á Starrastöðum 02; Stokkhólma Sigurðssonar og var hún 11. barn þeirra hjóna af þeim, er til aldurs komust, en alls voru börn þeirra Sveins og Margrétar 15. Þau Sveinn og Margrét bjuggu fyrst í Borgarey, þá í Syðra-Vall- holti, síðan á Bakka og loks á Mælifellsá frá 1893 til 1909 og við þann bæ var Sveinn jafnan kenndur. Síðar gerðist Sveinn kaup- maður og rak verslun fyrst í Reykjavík og svo á Sauðárkróki. \hð Lóa byrjuðum okkar búskap í Breiðagerði og bjuggum þar í fjögur ár. Árið 1921 dó Gunnar, bróðir Lóu, en hann bjó á Mæli- fellsá. Keypti eg þá hálfa jörðina og flutti þangað. A Mælifellsá bjuggum við svo á meðan heitið gat að eg stundaði búskap, eða í 22 ár. Mælifellsá er að mörgu leyti ágæt jörð, landmikil og beitar- sæl og ræktunarmöguleikar eru þar miklir, en fjárgæsla gat verið nokkuð erfið, enda liggur jörðin að afrétt, er eiginlega í mynni Mælifellsdals. Sveinn Gunnarsson, tengdafaðir min, kvað svo um Mælifellsá: Þó að snjói eitthvað að enginn þróast bagi, mínir flóar þola það þó að drógar nagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.