Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 79

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 79
GLÓÐAFEYKIR 79 frábærlega vel að hverju, sem hann gekk. Hann var þrifamaður, vandaði hvert verk og vildi hafa allt snyrtilegt og vel frá gengið. Hann var vinsæll maður, greiðvikinn og hjálpsamur, nærfærinn við skepnur sem og bæði þau hjón, og nutu margir góðs af. Arið 1931 kvæntist Arni Solveigu Einarsdóttur bónda á Varma- landi í Sæmundarhlíð, Jónssonar, og konu hans Rósu Gísladóttur. Var Solveig alsystir Gunnars á Bergskála, sjá Glóðaf. 1970, 11. h. bls. 50, og Jakobs bónda á Dúki, en hálfsystir, sammæðra, Jóns Gíslasonar, sjá hér að framan. Solveig andaðist um aldur fram árið 1957, aðeins 53 ára að aldri. Þau hjón eignuðust tvö börn: Guðrúnu, húsfr. í Reykjavík og Þorvald, bifreiðarstj. á Sauðárkróki. Árni á Vatnsskarði var maður í hærra lagi, grannvaxinn, grann- leitur og skarpholda. Hann var léttleikamaður og göngugarpur fram- an af árum. Hann var prúðmenni, stilltur og hægur í fasi, eigi upp- næmur fyrir veðrabrigðum mannlegs lífs, fastur fyrir ef á var leitað og lét ógjarna af þeirri skoðun, er hann hafði tileinkað sér að íhug- uðu máli. Hann var greindur maður, „hafði mikið yndi af lestri góðra bóka . . . hann hafði ríka kímnigáfu og létt skap og eignaðist því alls staðar vini, þar sem hann fór“. (Guðr. Þorv.d.). Arni var tryggur maður og' vinfastur og hlýr í geði. Hann var náttúrubarn og unni öllu framar því umhverfi og þeirri jörð, sem ól hann sér við brjóst langa ævi. Kristinn Helgason, f. bóndi á ípishóli á Langholti lézt þ. 18. ágúst 1971. Hann var fæddur að Mælifellsá á Efribyggð 29. júlí 1899, sonur Helga bónda þar o. v. Guðnasonar og konu hans Sigurbjargar Jóns- dóttur og var því albróðir Reimars á Bakka, sjá um hann hér að framan. Tæplega tveggja ára gamall fluttist Kristinn með foreldrum sín- um að Kirkjuhóli hjá Víðimýri og ólst þar upp fram um fermingar- aldur. Árið 1914 missti hann móður sína og fór nokkru seinna vist- ferlum til þeirra hjóna, Jóhanns bónda Sigurðssonar og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og var hjá þeim vinnu- maður í mörg ár, allt þar til er hann kvæntist. Árið 1932 gekk Kristinn að eiga Sólrúnu Sigurðardóttur bónda í Grundargerði í Blönduhlíð, Tómassonar bónda á Jarðbrú í Svarf- aðardal, Sigurðssonar prests á Auðkúlu o. v., Sigurðssonar, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur „prestsbróður", húsm. á Neðranesi á Skaga o. v., Jónssonar. Hófu þau búskap á Kúskerpi í Blönduhlíð

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.