Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 67

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 67
GLOÐAFEYKIR 67 beinsdal (fór til Ameríku), Jónssonar bónda í Haga í Aðaldal, og konu hans Þrúðar Arnadóttur bónda á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, Jónssonar og konu hans Sigríðar Jóhannsdóttur. Sigríður, kona Björns á Sleitustöðum og móðir Gísla á Vöglum, var alsystir þeirra bræðra Þorlákssona, Hannesar í Axlarhaga, Gísla hreppstj. á Frosta- stöðum og Guðmundar cand. mag. (Glosa). Þau Magnús og Ingibjörg fóru þegar að búa á Vöglum á nróti tengdaforeldrum hennar og bjuggu þar meðan bæði lifðu, eða í hálfa öld. Var Ingibjörg mikil búkona, áhugasöm, sparsöm, nýtin og þrifin. Voru þau hjón bæði féhyggin í bezta lagi, bjuggu ágætu brii og efnuðust vel. Hrrsfreyjan sópaði og prýddi, stundaði garð- rækt og skógrækt. Bóndinn hóf húsabætur og stórfellda ræktun O O O lands. Eru Vaglar í Blönduhlíð ein hin fegursta jörð, hvert sem aug- um er rennt. Þau hjón eignuðust einn son barna, Gísla, bónda á Vöglum. Ingibjörg á Vöglum var há og grannvaxin, bein í baki, fölleit, fagrrrhærð og fríð sýnum. Hún var geðrík nokkuð en kunni vel að stilla skapi sínu, vel viti borin, dul og eigi margorð að jafnaði, hlé- dræg og hljóðlát. Hún var trúuð kona og trygg í lund, kjarkmikil og bjartsýn allt til loka, þrátt fyxir þreytandi heilsubrest og sjúkra- húslegur hin síðari árin. Sigurlaag Sigurðardóttir, húsfr. í Brimnesi í Viðvíkursveit, lézt þ. 23. febrúar 1971. Hún var fædd að Bakka í sömu sveit 6. maí 1903. Foreldrar: Sigurðtir bóndi á Hvalnesi á Skaga Jónsson, bónda í Tungu í Stíflu, Steinssonar, og kona hans Guðrún Símonardóttir bónda í Brimnesi, Pálssonar. Kona Símonar og móð- ir Guðrúnar var Sigrtrlaug Þorkelsdóttir O O frá Svaðastöðum, systir Jóns ríka, bónda þar. Fárra vikna gönrul fluttist Sigurlaug með o o o foreldrum sínum út að Hvalnesi og var þar fram yfir fermingaraldur, en dvaldi þó á þeim árrtm tímum saman hjá Einari bónda í Brinrnesi, föðurbróður sínum, og Mar- gréti konu hans, móðursystur sinni, en í Brimnesi var eitt hið mesta menningar- og raunarheimili. Veturinn 1919—1920 stundaði hún kvennasklanám í Reykjavík. Sigurlaug Sigurðardóttir.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.