Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 57

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 57
GLÓÐAFEYKIR 57 gjaldeyrir til að kaupa f)TÍr til jólanna svo og til annarra nauðsyn- legra heimilisþarfa“. „Stefán gerði rnikið að því, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, að snúa snörur úr taglhári, er notaðar voru á Drangeyj- arfleka. Einn veturinn sneru þeir feðgar, Stefán og Óskar sonur hans, 60 þúsund snörur og sátu þó aldrei við allan daginn, því að sinna þurfti búfjárhirðingu. Talið var að hraðar hendur þyrfti til að skila hundraðinu á klukkustund." Hér má bæta við, að á þessum árum voru greiddar 2 krónur fyrir að snúa þúsundið. Hins má líka geta, að langvían var þá seld á 12 aura og álkan á 10 aura. (E. Asm.). Stefán var tví-kvæntur. Árið 1897 gekk hann að eiga Ósk Þorleifs- dóttur bónda á Miklabæ í Óslandshlíð, Þorleifssonar, og konu hans Elísabetar Magnúsdóttur. Þau eignuðust tvö börn og dóu bæði í bernsku. Stefán naut eigi fyrri konu sinnar lengi, því að hún lézt 1906. Árið 1908 kvæntist hann seinni konu sinni, Guðrúnu Sveins- dóttur, alsystur Hermanns bónda á Aíiklhóli í Viðvíkursveit, sjá Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 72. Hún lézt síðla árs 1959, frábær dugnað- arkona og atgervis. Börn þeirra hjóna eru 6: Óskar, bóndi á Skugga- björgum og tvíburabróðir hans Sveinn, verkam. á Sauðárkr., Gunn- ar, trésmiður, Hofsósi, Sigurjón, trésmiður, Skuggabjörgum, Elísa- bet, húsfr. á Gili og Þorsteinn, aðalbókari hjá Samvinnutryggingum, Reykjavík. „Stefán á Skuggabjörgum var góður meðalmaður á hæð og svaraði sér vel. Hann var sróðum ráfum gæddur o°f Sflaður í viðmóti. l’ólt ára gamall fór hann að lesa húslestur og hélt þeim sið þar til útvarp- ið kom. Sá var siðttr á Drangeyjarfjöru, að lesa húslestur á helgum. Komu þá fjörubúar saman í stærsta byrginu og hlýddu á hugvekj- una. Stefán var sjálfkjörinn lesari ,ef ekki var í landi. Hann skrifaði skýra og fagra rithönd: var vel minnugur á það, sem fyrir augu og eyru bar; kvað vísur og rímur við raust og var stundum fenginn til þess að kveða í mannfagnaði." Stefán skrifaði þátt um Gunnlaug á Hále2;2fsstöðum í III. bd. Ska?f. æviskráa, o? eru endn ellimörk á. (Heimildarm. Guðm. frá Teigi). Jóhannes Kristjánsson, bóndi og f. hreppstj. á Reykjum í Tungu- sveit lézt þ. 13. ágúst 1970. Hann var fæddur á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 7. okt. 1892, sonur Kristjáns bónda þar Kristjánssonar, bónda á Kimbastöðum i Borgarsveit, Jónssonar, ogbústýru hans Elínar Arnljótsdóttur bónda á Syðri-Löngumýri í Blöndudal, Guðmundssonar, og konu hans Gróu Sölvadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.