Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 77

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 77
GLÖÐAFEYKIR 77 menni og mættu öllum raunum og erfiðleikum með æðruleysi og karlmennsku. Eftir að til Sauðárkróks kom, vann Anton mest að margs konar snríðum, enda lagvirkur í bezta lagi. Anton missti konu sína 4. jan. 1963. Þau hjón eignuðust 12 börn, 4 dóu ung, en upp komust 8: Sigurlaug, saumk. á Sauðárkr., bjó alla stund með foreldrum sínum, ívar, bæjarpóstur og Jónína, húsfr., bæði á Sauðárkr., Halldór, bóndi í Tumabrekku í Óslandshlíð, Hart- mann, starfsm. Kaupfél. Arnesinga á Selfossi, Helgi, bílstj. á Akur- eyri, Svava, húsfr. á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal og Lára, skrifstofu- mær í Reykjavík. Anton Gunnlaugsson var mikill maður vexti og rammur að afli, myndarmaður í sjón, svipfastur og sviphreinn. Hann var vel greind- ur, hreinskilinn um menn og málefni en mildur í dómum, góð- vildarmaður og eigi áleitinn, hægur í framgöngu og stilltur vel, skoðanafastur en seinþreyttur til vandræða. Hann var gleðimaður framan af ævi, sótti samkomur og var oft til þess fenginn að leika á harmoniku fyrir dansi. Steingrímur Jóhannesson, bóndi á Selá á Skaga, lézt 21. júní 1971. Hann var fæddur í Vík í Staðarhreppi 4. okt. 1898, sonur Jóhann- esar húsm. þar og síðar bónda á Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytra, Jóhannessonar bónda á Kleif á Skaga, Sig- mundssonar, og konu hans, Elísabetar Jón- asdóttur síðast bónda í Hvammi á Laxár- dal fremra, Sigurðssonar, en kona Jónasar og móðir Elísabetar var Sigurlaug í Krossa- nesi í Hólmi, Sölvadóttir, Jónssonar. Steingrímur óx upp með foreldrum sín- um til 12 ára aldurs en var þá komið í fóst- ur til Þorsteins bónda á Kleif á Skaga, Gíslasonar frá Kóngsgarði í Svartárdal vestra, og konu hans Elísabetar Magnús- dóttur frá Kálfshamri á Skagaströnd. Hjá þeim var hann til fullorðinsára og vann að búi þeirra, fór og suður til sjóróðra, reri m. a. nokkrar vertíðir á vél- bátum frá Vestmannaeyjum. Arið 1919 gekk Steingrímur að eiga uppeldissystur sína, Kristinu Þorsteinsdóttur frá Kálfshamri vestra. Tveimur árum síðar reistu þau bú á Kleif og bjuggu þar til 1923, á Akri 1928—1938, þá á Selnesi til 1941, á Ytra-Mallandi eitt ár, í Ketu annað ár og loks á

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.