Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 37

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 37
GLÓÐAFEYKIR 37 Leiði er flúinn, létta stökn látum fljúga um tjöld. Heiðarbúar Hallgrímsvöku hefja nú í kvöld. Og eftir að Hallgrímur var farinn fæddist þessi vísa: Stóran vinning unnum á ykkar kynningunni, ljós í inni eigum frá endurminningunni. O Eftir þetta kom Hallgrímur ævinlega í tjöldin til okkar þegar hann var þarna á ferðinni. Og nokkru seinna barst svo kassi í sælu- húsið á Hveravöllum, utanáskrift: Til varðmannanna á Kili. Bréf frá Hallgrími fylgdi með og brennivínsflaska. I bréfinu þakkaði Hallgrímur viðtökurnar, sagði sendinguna skýra sig sjálfa en auð- vitað var vísa með í förinni: Eg er send á ykkar fund, undir vinarlínum, gleðjist eina aftanstund yfir skálum mínum. Þegar flaskan kont í tjaldið var hún látin niður. Svona var nú hóf- semin. Signrður Jónasson var nú orðinn varðstjóri, þ.e. eftirlits- maður með sauðfjárveikivörnum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl- um. Nú stóð svo á, að von var á Sigurði frameftir til okkar kvöldið, sem flaskan konr frá Hallo-rími. Ólafur í Alftagerði átti alltaf vín en var jafnan tregur til að byrja að drekka í verðinum, en hinsvegar ótrauður við áframhaldið, þegar af stað var komið. Magnús Frí- mannsson vildi ólmur að við gæddum okkur þegar á innihaldi flösk- unnar. Hún væri okkur ætluð og engin ástæða til þess að geyma hana handa gestum, jafnvel þótt varðstjórar væru. Eg dró heldur úr að við færum að drekka því það væri ekki gott til afspurnar, að við værum allir fullir þegar varðstjórinn kæmi. En Maggi var hinn versti yfir þessari tregðu okkar, sem honum þótti með hreinum ólík- indum. svo það varð úr, að við Óli létum undan og flaskan var tek- in upp. Gerðist nú brátt mikill gleðskapur. Þegar langt var komið ttr flöskunni heyrðum við að rösklega var riðið í hlaðið. Eg fór út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.